Sækja um landlæknisembættið

Landlæknisembættið er með skrifstofur við Austurströnd á Seltjarnarnesi.
Landlæknisembættið er með skrifstofur við Austurströnd á Seltjarnarnesi. Landlæknisembættið

Fimm sækja um embætti landlæknis. Þau eru læknarnir Finnbogi O. Karlsson, Geir Gunnlaugsson, Kristján Oddsson, María Heimisdóttir og
Ragnar Jónsson. Heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar sem metur hæfni umsækjenda.

Í auglýsingu um starfið er krafist sérfræðimenntunar í læknisfræði og víðtækrar reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Sérstök matsnefnd fær nú umsóknirnar til umfjöllunar. Hún skilar heilbrigðisráðherra áliti sínu á umsækjendum og þá fyrst getur ráðherra tekið ákvörðun um hver verðru næsti landlæknir.

Skipað er í stöðu landlæknis til fimm ára frá 1. janúar 2010. Umsækjendur eru

Finnbogi O. Karlsson, læknir. Hann rekur lækningastofu í efnaskipta- og innkirtlalækningum í Arkansas í Bandaríkjunum.

Geir Gunnlaugsson, læknir. Hann er prófessor við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.

Kristján Oddsson, læknir. Hann er aðstoðarlandlæknir.

María Heimisdóttir, læknir. Hún er yfirlæknir á hag- og upplýsingasviði Landspítala.

Ragnar Jónsson, læknir. Hann er sjálfstætt starfandi bæklunarskurðlæknir á eigin læknastofu.

Embættið er undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra og er markmið með starfrækslu þess að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna. Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.

Í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu segir að hlutverk landlæknis sé m.a. eftirfarandi:
Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, heilbrigðisstarfsfólki og almenningi ráðgjöf um heilbrigðismál.

Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu.

Að hafa eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum.

Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna.

Að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta.

Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.

Að fylgjast með heilbrigði landsmanna.

Að vinna að gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustu.

Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu.

Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma.

Að stuðla að rannsóknum á sviði heilbrigðisþjónustu.

Að sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.

Fram kom í auglýsingu um starfið að skipulag og verkaskipting stjórnsýslustofnana heilbrigðisráðuneytisins væri til endurskoðunar, m.a. í þeim tilgangi að efla eftirlit með gæðum heilbrigðisþjónustu og styrkja forvarnir og er sagt að endurskoðunin kunni að leiða til breytinga á starfsemi embættisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...