Yfirlýsing frá Ágústi Sindra Karlssyni

Ágúst Sindri Karlsson
Ágúst Sindri Karlsson Aðsent

Ágúst Sindri Karlsson lögmaður hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna fréttaflutnings af félaginu Exeter Holding, sem áður var í hans eigu og sölu stofnfjárbréfa í Byr, sem til rannsóknar er hjá embætti sérstaks saksóknara.

Eftirfarandi er yfirlýsing Ágústs Sindra:

„Exeter Holdings fjárfesti í stofnfjárbréfum í Byr í október og desember 2008. Það var trú mín á þeim tíma að Byr væri áhugaverður fjárfestingarkostur. Á þessum tíma var almennt álitið að Byr myndi lifa hrunið af og komast í lykilstöðu á íslenskum bankamarkaði. Stafaði það ekki síst af þeirri staðreynd að Byr hafði þá nýverið fengið nýtt eigið fé inn í reksturinn og var að mestu í einstaklingsviðskiptum.

Stofnbréfin voru keypt af MP-banka sem jafnframt sá um fjármögnun kaupanna. Mér var ekki kunnugt um hverjir voru fyrri eigendur stofnfjárbréfanna fyrr en mörgum mánuðum síðar. Ég harma það því mjög að nafn mitt skuli vera dregið inn í þetta mál að ósekju og ég mun að sjálfsögðu vera yfirvöldum innan handar við rannsókn málsins.

Virðingarfyllst
Ágúst Sindri Karlsson”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert