Enn sautján á mælendaskrá

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. Heiðar Kristjánsson

Sautján þingmenn eru á mælendaskrá Icesave-umræðunnar á Alþingi, allir úr þingflokkum stjórnarandstöðunnar. Lengi vel var rætt um fundarstjórn forseta fyrr í kvöld og kvörtuðu þingmenn sáran yfir því hversu lengi fundurinn stæði, enda fundir í nefndum snemma í fyrramálið.

Óvíst er hversu lengi þingfundur stendur enn, en ljóst að umræðan heldur áfram þegar þingfundur verður settur kl. 10.30 í fyrramálið. Fyrir þingfundinn eru fundir í iðnaðarnefnd,  heilbrigðisnefnd og félags- og tryggingamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á dagskrá síðastnefndu nefndarinnar verður m.a. fjallað um ályktun Evrópuþingsins um stækkun ESB.

Fyrir utan það að kvarta undan kvöldfundi er einnig gagnrýnt - sem fyrr - hversu fáir stjórnarliðar eru í þingsal. 

Bein útsending frá Alþingi

Þingmenn eru orðnir nokkuð lúnir eftir langan dag.
Þingmenn eru orðnir nokkuð lúnir eftir langan dag. Heiðar Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert