Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Seta Daniels Gross hagfræðings í bankastjórn Seðlabanka Íslands kostar um 5 milljónir króna á ári. Þetta upplýsti Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag. Sagði hann kostnaðinn tilkominn vegna verulegs ferðakostnaðar sem og kostnaðar vegna þýðinga skjala og túlkunar. 

Það var Valgerður Bjarnadóttir þingmaður sem var fyrirspyrjandi. Hún ítrekaði að hún efaðist ekki um hæfni Gross til að sitja í bankastjórninni, en sagði hins vegar eðlilegt að Alþingi hefði um það upplýsingar hvað það kostaði að fá erlendan einstakling til setu í stjórninni. 

Valgerður spurði einnig hver kæmi til með að bera kostnaðinn af seti Gross í bankastjórninni. Gylfi upplýsti að forsvarsmenn Seðlabankans hefði spurt af þessu sama og svo virtist vera sem bankinn yrði að bera kostnaðinn. Hann myndi því bætast við almennan rekstrarkostnað bankans. 

„Auðvitað er það ekki stærsta áfallið sem bankinn hefur orðið fyrir, en hins vegar munar um allt nú á tímum,“ sagði Gylfi og ítrekaði að hann efaðist ekki um faglega hæfni Gross.

Gylfi benti jafnframt á að þó útlendingur sitji í peningastefnunefnd bankans þá falli ekki til neinn aukakostnaður vegna þessa. Þar vísaði Gylfi til Anne Sibert, hagfræðidoktor og prófessor við Birkbeck College. Sagði Gylfi að öll gögn sem fari fyrir nefndina sem og öll þau gögn sem hún sendi frá sér séu alltaf bæði á íslensku og ensku þar sem þau birt á vef bankans. Slíkt eigi hins vegar ekki við um það gögn sem fari til eða komi frá bankastjórninni. 

 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert