Reyndu að kveikja í lögreglustöð

Borgarnes.
Borgarnes. Árni Sæberg

Reynt var að kveikja í lögreglustöðinni í Borgarnesi í nótt. Kastað var tveimur heimatilbúnum bensínsprengjum, svonefndum Molotov-kokteilum, að stöðinni. Önnur sprengjan sprakk en olli ekki teljandi skemmdum. Hin lá ósprungin við lögreglustöðina þegar lögreglumenn komu að skömmu síðar.

Þegar lögreglumennirnir komu að stöðinni var þar angandi bensínlykt og brunalykt. Böndin beindust að fjórum ungum mönnum sem voru handteknir í nótt. Þeir tengjast afskiptum lögreglunnar af félaga þeirra í nótt. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar. Sá yngsti er 17 ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert