Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nokkrir samkynhneigðir einstaklingar vinna nú að því að smala fólki á jólatónleika Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu 7. desember nk. Þeir ætla sér að mótmæla stefnu kirkjunnar sem heimilar ekki samkynhneigðum að syngja á tónleikunum með því að kyssast þegar dagskráin hefst.

Tímaritið Séð og Heyrt greindi frá því í vikunni að samkynhneigðir fái
ekki að syngja með Fíladelfíukórnum ef upp um kynhneigð þeirra kemst. Á samskiptavefnum Facebook hefur nú verið stofnaður hópur samkynhneigðra sem ætla sér að sækja tónleikana. „Mætum tímanlega, fáum okkur sæti, og förum svo í sleik þegar dagskráin hefst,“ segir í stefnuskrá hópsins.

Nú þegar hafa á sjöunda tug einstaklinga sagst ætla að taka þátt í gjörningnum, og áttunda tug husgsanlega taka þátt.

Fleiri hópar hafa verið stofnaðir á Facebook vegna málsins. Á annað þúsund einstaklinga tilheyra hóp sem hvetur RÚV til að sleppa því að sýna tónleika Fíladelfíu um jólin og „hefja frekar þá hefð að sýna frá tónleikum kóra sem sannarlega hafa náungakærleik og umburðarlyndi að leiðarljósi.“

Í lýsingu um hópinn segir m.a.: „Að troða tónleikum Hvítasunnusafnaðarins upp á landsmenn um jólin er að troða harðri áminningu um hatur og kærleiksskort framan í andlitið á öllum þeim sem eru samkynhneigðir eða eiga samkynhneigða vini og ættingja.“

Kossahópur samkynhneigðra

Hópur gegn sýningu RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert