Stórhætta skapaðist í Örfirisey

Hefði eldur komið upp í kjölfar lekans er ljóst að …
Hefði eldur komið upp í kjölfar lekans er ljóst að slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefði beðið gríðarlega erfitt starf. Kristinn Ingvarsson

Snör handtök starfsmanna í olíubirgðastöðinni í Örfirisey afstýrðu því að illa færi þegar í það minnsta fimm hundruð lítrar af bensíni láku úr olíutanki Skeljungs aðfaranótt sunnudags.

Flóði bensínið um allstórt svæði en að mestu innanhúss. Rannsókn stendur yfir á því hvernig lekinn kom til en hugsanlegt er að mannleg mistök hafi valdið því að dæla í dæluhúsi fór í gang.

Dælan er notuð til að ferja bensín úr olíutankinum. Lokað var fyrir leiðsluna en pakkningar gáfu sig og lak bensínið í gegnum þær.

Stórhætta skapaðist við lekann enda óþarfi að spyrja að leikslokum hefði eldur komið upp. „Það má segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var, miðað við það sem átti sér stað,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert