Deildu um þingsköp

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Forseti Alþingis frestaði fundi þar sem Icesave-málið var til umræðu í kvöld. Þá höfðu þingmenn rætt um fundarstjórn forseta í eina og hálfa klukkustund.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðunni að hann hefði efasemdir um að fundurinn væri löglegur þar sem í lögskýringum með 10. gr þingskapa væri ekki gert ráð fyrir kvöldfundum á óreglulegum fundardögum.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagðist ekki vera sammála þessari túlkun á greininni. Hún sagðist þar styðjast við túlkun yfirmanna á skrifstofu þingsins.

Margir þingmenn tóku þátt í umræðunni, en eftir að eins og hálftíma umræður frestaði forseti umræðunni og sleit fundi. Þá voru enn ellefu þingmenn á mælendaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert