Fyrning gæti rýrt efnahag bankanna: NBI á mest undir

Landsbankinn færi langverst út úr fyrningarleið veiðiheimilda.
Landsbankinn færi langverst út úr fyrningarleið veiðiheimilda. reuters

Nýi Landsbankinn, NBI, færi langverst út úr fyrningarleið veiðiheimilda, sem stjórnvöld hafa áformað. Bankinn er með nærri helming allra skulda sjávarútvegsins í sínu bókhaldi, eða um 248 milljarða króna.

Ef fyrningarleiðin verður farin er hætta á að verðmæti veða í aflaheimildum rýrni og efnahagur NBI og annarra banka einnig.

Ekki er gert ráð fyrir fyrningu aflaheimilda í færslu eigna á milli gömlu og nýju bankanna. NBI er eini bankinn sem öruggt er að verður í meirihlutaeigu ríkisins á næstu árum. Tap vegna virðisrýrnunar veða í aflaheimildum mun því lenda á skattgreiðendum.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert