Staðfestir ekki stóra afskrift

Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Arionbanka.
Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Arionbanka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bankastjóri Arion banka, Finnur Sveinbjörnsson, vill ekki staðfesta að 30 milljarðar hafi verið afskrifaðir af lánum 1998 við yfirfærslu lánsins til nýja bankans.

Greint var frá því á vef Viðskiptablaðsins í gær að málefni 1998 hefðu lent á borði Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra.

Ráðherrann hefði í framhaldinu gefið þau fyrirmæli að setja málið til hliðar þar til ný stjórn hefði tekið sæti eftir að kröfuhafar tækju yfir bankann. Finnur segir þetta ekki rétt.

Finnur segist ekki vita til þess að áhugi kröfuhafa á að eignast Arion banka hafi minnkað í kjölfar deilna um skuldamál 1998.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert