Hægt verði að skila inn veðsettum eignum

SUF vill breytingar á því hvernig bankarnir taka á vanda …
SUF vill breytingar á því hvernig bankarnir taka á vanda húsbyggjenda. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Samband ungra framsóknarmanna (SUF) vill að bankar og fjármálastofnanir verði gerð ábyrgari fyrir útlánastarfsemi sinni með því að veita heimilum heimild til að skila veðsettum eignum og að stofnaður verði uppboðsmarkaður um eignir bankanna.

Efnahagsnefnd SUF leggur til að heimilum verði veitt heimild til að skila veðsettum fasteignum og bifreiðum, gegn greiðslu álags af höfuðstól skuldarinnar. Jafnframt að stofnaður verði gegnsær uppboðsmarkaður á forræði opinberra aðila, fyrir eignir banka og fjármálastofnana sem hafa verið yfirteknar eða skilað inn.

"Með því að veita heimilum heimild til þess að skila inn veðsettum eignum eru bankar og fjármálastofnanir gerð ábyrgari fyrir útlánastarfsemi sinni. Samhliða fellur niður krafa á hendur skuldara.
Þannig er komið til móts við hóp sem stjórnvöld hafa ekki sinnt, það er þá sem búa við neikvæða eiginfjárstöðu. Um leið er mótað áreiðanlegra og öruggara regluverk á fjármálamörkuðum til framtíðar. Að öllu óbreyttu stuðla stjórnvöld að veikingu innviða samfélagsins. Að missa hluta þjóðarinnar úr landi eða í gjaldþrot
að óþörfu er það samfélagslega tap sem Íslendingar eiga enn eftir að verða fyrir. Áætlað er að um 8.000 heimili muni nýta sér úrræðið og kostnaður fjármálastofnana verði tæpir 37 milljarðar vegna innskilana."


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert