Halda minningartónleika um sparisjóðinn

Tónleikarnir verða í Reykholti 11. desember.
Tónleikarnir verða í Reykholti 11. desember. Golli

Kórar í Borgarfirði standa fyrir minningartónleikum um Sparisjóð Mýrasýslu í Reykholti 11. desember. Sparisjóðurinn hefur árlega styrkt tónleika í Reykholti á aðventunni, en hann varð gjaldþrota fyrr á þessu ári.

Sparisjóðurinn styrkti tónleikana og sá um að greiða fyrir kaffi og meðlæti. Að þessu sinni sjá kórfélagar um að baka meðlæti og hafa til kaffi. Á tónleikunum verða m.a. sungnir sálmar, þó ekki jarðarfararsálmar.

Á tónleikunum syngja Söngbræður, Kvennakórinn Freyjurnar, Samkór Mýramanna, Kór eldri borgara og kirkjukórar frá Borgarnesi og Reykholti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert