1,5 milljarður mun sparast í bótakerfinu

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Margvíslegar breytingar á atvinnubótakerfinu eru í vændum um áramót. Markmið breytinganna, sem unnar eru að frumkvæði félagsmálaráðherra, er m.a. að skerpa framkvæmd atvinnuleysistrygginga og að ná fram sparnaði, allt að 1,5 milljörðum, sem verða nýttir til að virkja atvinnulaust fólk með fjölbreytilegum úrræðum.

„Það má segja að markmiðið sé að skafa innan úr þessu kerfi sem er orðið mjög umfangsmikið," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunnar. „Gert er ráð fyrir að við séum að greiða á milli 28-30 milljarða í atvinnuleysisbætur á næsta ári, sem eru gífurlegar fjárhæðir. Svo það má miklu til kosta til að reyna að ná þessu niður, fyrir nú utan hinn samfélagslega sparnað sem verður af því að virkja fólk sem situr eftir í atvinnuleysi."

Sjálfstætt starfandi með opinn rekstur fá aðeins bætur í 3 mánuði

Helstu breytingar snerta m.a.  bótarétt fólks með sjálfsætt starfandi rekstur og enn með reksturinn opinn. Réttur þessa hóps til bóta var tryggður með ákvæði sem sett var inn í lögin eftir hrunið síðasta haust, en mun nú skerðast við 3 mánuði. Það þýðir að viðkomandi geta aðeins fengið bætur samhliða því að halda rekstrinum opnum í 3 mánuði. Að þeim tíma liðnum verða þeir að loka rekstrinum og kom á bætur sem hefðbundnir launamenn, eða hverfa af bótum og sinna sínum rekstri óstuddir. „Við trúum að það verði langstærsti hópurinn, sem geti að þessum tíma liðnum treyst sér til að lifa af sínum rekstri og þurfi ekki á atvinnuleysisbótum að halda," segir Gissur.

Meðal annarra breytinga má nefna að bótaréttur til skólafólks er skertur á meðan námstíma stendur, þ.e.a.s. námsmenn geta ekki sótt bætur á sumrin meðan þeir bíða næstu annar. Á móti kemur að sá bótaréttur sem námsmenn vinna sér inn með sumarvinnu mun geymast til lengri tíma en áður. Þeir sem ekki fá vinnu að lokinni útskrift eiga þannig rétt á bótum vegna vinnu síðust 6 ára, en áður gilti bótarétturinn aðeins í 3 ár.

Þá munu hlutabætur breytast að því leyti að lágmark 20% starfshlutfalls þarf að skerðast áður en viðkomandi á rétt á bótum, en sem stendur þarf hlutfallið aðeins að skerðast um 10% og þurfti raunar upphaflega ekki að skerðast nema um 1% til að geta fengið hlutabætur. Samtímis verður sett þak á það sem menn geta haft í laun og atvinnuleysisbætur samanlagt og verður það 521.318. Að sögn Gissurar er þetta þó breyting sem snertir ekki marga því örfáir sem fái bætur vegna skerts starfshlutfalls hafi laun sem eru hærri en þetta.

Sérstaklega með ungt fólk í huga

Breytingarnar sem í vændum eru beinast ekki síst gagnvart atvinnulausum ungmennum á aldrinum 16-24 ára, sá hópur sem er hvað veikastur fyrir á vinnumarkaði.  Með aðgerðunum er stefnt að því að bjóða þeim sem geta hefðbundin námsúrræði í framhaldsskólakerfinu en sértækari úrræði þeim sem það þurfa, s.s. Fjölsmiðjuna, grunnmenntaskólann o.fl. sem getur verið kostnaðarsamt.

Gissur segir að geysilega mikið megi gera fyrir þá 1,5 milljarða sem sparast með breytingunum og úrræði sem þessi muni skila sér margfalt til baka. „Ég held að þetta sé mjög mikið framfaraspor og vonandi að þetta skili sér fljótt bæði í bráð og lengd, það er til svo mikils vinnandi að við náum að virkja þá sem eru atvinnulausir og eru í vonleysi og depurð, það skilar sér til lengri tíma.“

Hann bendir einnig á það að aðeins með því að ná að halda meðaltalsatvinnuleysi næsta ár í 8-9% á næsta ári í stað 10% muni sparast um 3-6 milljarðar í minni útgreiðslu bóta.

Lögin taka gildi um áramót og mun kerfið því breytast sem þessu nemur í janúar, en þó með aðlögunartíma í sumum tilfellum.   

mbl.is

Innlent »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...