1,5 milljarður mun sparast í bótakerfinu

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Margvíslegar breytingar á atvinnubótakerfinu eru í vændum um áramót. Markmið breytinganna, sem unnar eru að frumkvæði félagsmálaráðherra, er m.a. að skerpa framkvæmd atvinnuleysistrygginga og að ná fram sparnaði, allt að 1,5 milljörðum, sem verða nýttir til að virkja atvinnulaust fólk með fjölbreytilegum úrræðum.

„Það má segja að markmiðið sé að skafa innan úr þessu kerfi sem er orðið mjög umfangsmikið," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunnar. „Gert er ráð fyrir að við séum að greiða á milli 28-30 milljarða í atvinnuleysisbætur á næsta ári, sem eru gífurlegar fjárhæðir. Svo það má miklu til kosta til að reyna að ná þessu niður, fyrir nú utan hinn samfélagslega sparnað sem verður af því að virkja fólk sem situr eftir í atvinnuleysi."

Sjálfstætt starfandi með opinn rekstur fá aðeins bætur í 3 mánuði

Helstu breytingar snerta m.a.  bótarétt fólks með sjálfsætt starfandi rekstur og enn með reksturinn opinn. Réttur þessa hóps til bóta var tryggður með ákvæði sem sett var inn í lögin eftir hrunið síðasta haust, en mun nú skerðast við 3 mánuði. Það þýðir að viðkomandi geta aðeins fengið bætur samhliða því að halda rekstrinum opnum í 3 mánuði. Að þeim tíma liðnum verða þeir að loka rekstrinum og kom á bætur sem hefðbundnir launamenn, eða hverfa af bótum og sinna sínum rekstri óstuddir. „Við trúum að það verði langstærsti hópurinn, sem geti að þessum tíma liðnum treyst sér til að lifa af sínum rekstri og þurfi ekki á atvinnuleysisbótum að halda," segir Gissur.

Meðal annarra breytinga má nefna að bótaréttur til skólafólks er skertur á meðan námstíma stendur, þ.e.a.s. námsmenn geta ekki sótt bætur á sumrin meðan þeir bíða næstu annar. Á móti kemur að sá bótaréttur sem námsmenn vinna sér inn með sumarvinnu mun geymast til lengri tíma en áður. Þeir sem ekki fá vinnu að lokinni útskrift eiga þannig rétt á bótum vegna vinnu síðust 6 ára, en áður gilti bótarétturinn aðeins í 3 ár.

Þá munu hlutabætur breytast að því leyti að lágmark 20% starfshlutfalls þarf að skerðast áður en viðkomandi á rétt á bótum, en sem stendur þarf hlutfallið aðeins að skerðast um 10% og þurfti raunar upphaflega ekki að skerðast nema um 1% til að geta fengið hlutabætur. Samtímis verður sett þak á það sem menn geta haft í laun og atvinnuleysisbætur samanlagt og verður það 521.318. Að sögn Gissurar er þetta þó breyting sem snertir ekki marga því örfáir sem fái bætur vegna skerts starfshlutfalls hafi laun sem eru hærri en þetta.

Sérstaklega með ungt fólk í huga

Breytingarnar sem í vændum eru beinast ekki síst gagnvart atvinnulausum ungmennum á aldrinum 16-24 ára, sá hópur sem er hvað veikastur fyrir á vinnumarkaði.  Með aðgerðunum er stefnt að því að bjóða þeim sem geta hefðbundin námsúrræði í framhaldsskólakerfinu en sértækari úrræði þeim sem það þurfa, s.s. Fjölsmiðjuna, grunnmenntaskólann o.fl. sem getur verið kostnaðarsamt.

Gissur segir að geysilega mikið megi gera fyrir þá 1,5 milljarða sem sparast með breytingunum og úrræði sem þessi muni skila sér margfalt til baka. „Ég held að þetta sé mjög mikið framfaraspor og vonandi að þetta skili sér fljótt bæði í bráð og lengd, það er til svo mikils vinnandi að við náum að virkja þá sem eru atvinnulausir og eru í vonleysi og depurð, það skilar sér til lengri tíma.“

Hann bendir einnig á það að aðeins með því að ná að halda meðaltalsatvinnuleysi næsta ár í 8-9% á næsta ári í stað 10% muni sparast um 3-6 milljarðar í minni útgreiðslu bóta.

Lögin taka gildi um áramót og mun kerfið því breytast sem þessu nemur í janúar, en þó með aðlögunartíma í sumum tilfellum.   

mbl.is

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

Í gær, 17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...