Fréttaskýring: Er persónukjörið að falla á tíma í þinginu?

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Heiðar

Fyrstu umræðu um frumvarp um kosningar til sveitarstjórna, persónukjör, lauk á Alþingi 3. nóvember sl. Í framhaldinu var málinu vísað til allsherjarnefndar.

Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns nefndarinnar, reiknar hún með því að málið verði rætt á fundi hennar á morgun, þriðjudag. Allar umsagnir liggja fyrir og nú stendur fyrir dyrum að kalla gesti fyrir nefndina.

Að sögn Steinunnar Valdísar liggur ljóst fyrir að samþykkja þarf frumvarpið á haustþinginu, ef viðhafa á persónukjör við sveitarstjórnarkosningar 29. maí á næsta ári. Hún segist ekki geta svarað fyrir um það hvort líklegt sé að það takist fyrr en eftir fundinn í allsherjarnefnd á morgun. „Ég er bjartsýn manneksja að eðlisfari og el enn von í brjósti um að takist að klára málið á haustþinginu.“ Hún útilokar ekki að frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur hins vegar engar líkur á því að frumvarpið verði að lögum fyrir jól. Málið sé óunnið í nefnd. „Auk þess er takmarkaður stuðningur við málið í því formi sem það er núna.“

Miklar annir eru á þinginu fyrir jól, eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra benti á sl. fimmtudag. Fjárlög, fjáraukalög og þrjú til fjögur skattafrumvörp eru óafgreidd, auk fleiri mála. Því er alls óvíst að tími verði til þess að afgreiða frumvarpið um persónukjör.

Ef persónukjör verður innleitt mun það þýða gjörbreytingu á því hvernig fólk velur fulltrúa í sveitarstjórnir. Fólk mun velja listana í kjörklefanum með því að raða fólki á þá. Þrátt fyrir þetta hafa flokkarnir haldið sínu striki varðandi prófkjör til að velja fólk á lista. Nú síðast boðaði Lúvík Geirsson bæjarstjóri að hann hygðist sækjast eftir 6. sætinu á lista Samfylkingarinnar í vor, sem flokkurinn telur baráttusætið.

Skiptar skoðanir eru innan stjórnarflokkanna um frumvarpið. Jóhanna Sigurðurdóttir forsætisráðherra hefur sagt að þetta verði forgangsmál á þingi enda virðist mestur stuðningur við það vera innan Samfylkingarinnar. Í umsögn stjórnar Vinstri grænna kemur fram að frumvarpið um persónukjör sé ófullkomið og þurfi mun betri umfjöllun áður en það sé tilbúið til afgreiðslu.

„Okkur líst ekkert á þetta,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er alls staðar verið að framkvæma prófkjör, og við erum eiginlega fallin á tíma.“ Hann telur að Alþingi eigi að prófa þetta fyrirkomulag fyrst á sjálfu sér.

Halldóri finnst frumvarpið ekki ganga nógu langt. Hann skrifaði leiðara í tímaritið Sveitarstjórnarmál, þar sem hann sagði m.a.:

„Ástæðan er sú að frumvarpið gerir ráð fyrir því að kjósandi fái einungis að raða frambjóðendum á þeim lista sem hann kýs. Ekki er gert ráð fyrir því að kjósandi fái að velja frambjóðendur af öðrum listum. Það er í huga undirritaðs persónukjör.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...