Íslendingar geta börn í kreppu

Íslendingar bregðast öðruvísi við kreppu en aðrar þjóðir að því leyti að hér fjölgar barnsfæðingum en annars staðar fækkar þeim í kreppu. Engin einhlít skýring er á því, sagði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, en hún sagðist telja að þetta liggi í fæðingarorlofinu og því öryggi sem foreldrar hafa innan þess kerfis hér á landi. „Þetta er gott kerfi og það hefur verið stefnt að því að lengja það og bæta.“

Nú sagði hún hins vegar verið að dreifa byrðunum á næsta ári vegna mikils fjárlagahalla, til að hlífa öryrkjum, öldruðum og tekjulágum. Það væri rangt sem haldið væri fram að stytta eigi fæðingarorlof.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherrann út í breytingarnar á kerfinu og gerði grein fyrir jákvæðum áhrifum brjóstagjafar á hvítvoðunga. Sagði Margrét að með því að stytta fæðingarorlofið eða fresta töku þess um heil þrjú ár, væri verið að skerða rétt barna til að vera hjá mæðrum sínum og drekka brjósta mjólk. Hefði það jákvæð áhrif á gáfur, sykursýki, kólesterólmagn í blóði og blóðþrýsting út alla ævina.

„Það eru uppi tillögur um að bjóða upp á val hvort fólk tekur níunda mánuðinn eftir þrjú ár eða tekur níu mánuðina núna á skertum bótum," sagði Álfheiður. ,,Ég tel það betra en að skikka fólk til annars hvors."

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert