Uppsagnir vegna skattahækkana

Yfir 30 starfsmönnum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar var sagt upp störfum í dag sem er ríflega 10% starfsmanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja aðgerðirnar gerðar vegna aukinna skattaálaga á fyrirtækið.

Til að minnka þörf á frekari uppsögnum eru þeir starfsmenn sem eru með hærri laun en 350 þúsund á mánuði beðnir um að afsala sér 3,5% hækkun sem standi til skv. kjarasamningum.

Hluti starfsmanna verður beðinn um að samþykkja minna starfshlutfall og fleiri leiða verður leitað til að mæta þessum þrengingum á markaði. Um 276 manns störfuðu hjá Ölgerðinni fyrir þessar uppsagnir, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert