Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mynd/norden.org

Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi eftir hádegið í dag, en hann sagðist hafa greint formönnum stjórnarandstöðuflokkanna frá þeim ástæðum.

„Eins slæmt og það er að þingið komist ekki í önnur mál þá verður svo að vera. Ég hef útskýrt það rækilega fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna," sagði Steingrímur og sagði að þeir þekktu þessar ástæður fullvel. Þær væru hins vegar þess eðlis að hæpið væri að fara með þær í ræðustól á Alþingi.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu tilboð sitt um að afgreiða skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hratt til nefnda en að Icesave-málið yrði látið bíða betri tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert