Skjaldborg um gönguleiðir

Táknræn skjaldborg var mynduð um gönguleiðir barna í Laugarneshverfi í …
Táknræn skjaldborg var mynduð um gönguleiðir barna í Laugarneshverfi í dag. mbl.is/Heiðar

Foreldrar og skólastjórnendur í Laugarneshverfi í Reykjavík slógu í dag táknræna skjaldborg um gönguleiðir barna í hverfinu. Vildi hópurinn með þessu vekja athygli á hættuástand í umferðinni á hverjum einasta degi vegna þungrar umferðar í gegnum hverfið og á milli grunnskólanna tveggja sem þar eru, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla.

Segir hópurinn að slysatíðni á gangandi og hjólandi vegfarendum sé há. Barátta íbúanna fyrir bættu öryggi og lækkuðum hámarkshraða hafi staðið árum saman en helstu breytingar, sem orðið hafi, séu aukinn umferðarþungi gegnum íbúðagötur samfara uppbyggingu í og við hverfið.

Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfis og  samgönguráðs, tók við áskorun hópsins í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert