Stenst Icesave stjórnarskrá?

Formaður fjárlaganefndar segir, að þrír þeirra fjögurra stjórnskipunarfræðinga, sem komu á fund nefndarinnar, telji ekki að frumvarp um um ríkisábyrgð vegna Icesave brjóti gegn stjórnarskránni. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni segir hins vegar að fundurinn staðfesti óvissu.

„Við getum ekki falið okkur á bak við stjórnarskrána í því að taka afstöðu í þessu máli,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is.

Aðspurður um niðurstöður lögfræðinganna þriggja segir Guðbjartur: „Þær eru mjög afgerandi um að þetta sé mál sem verður að afgreiða án þess að vísa til stjórnarskrár. Það sé ekkert í stjórnarskránni sem hindri þennan gjörning varðandi frumvarpið. Þannig túlka ég það,“ segir hann.

Guðbjartur segir, að Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir hafi komist að svipaðri niðurstöðu, en Sigurður Líndal vilji að farið verði betur yfir málið.

Guðbjartur segir að óskað hefði verið eftir því að nefndin tæki málið til umfjöllunar í miðri annarri umræðu á Alþingi um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Tilefnið hafi verið grein Sigurðar Líndal prófessors, sem segi málið vera það stórt að það verði að skoðast hvort skuldbindingarnar stangist á við stjórnarskrá.

Guðbjartur segir að á fundinum hafi verið rætt um hvort þörf væri á að óska eftir frekari greinargerðum um málið. „Meirihluti lögfræðinganna taldi það ekki vera. Það kæmi ekkert nýtt fram. Það er enginn staður sem maður getur vísað þessu til. Það yrði að velja einhverja lögfræðinga og ekki líklegt að það myndi bæta neinu við málið,“ segir hann.

Hann segir að það sé í höndum þingsins og formanna stjórnmálaflokkanna að ákveða framhaldið. „Fjárlaganefndin tók enga afstöðu í lokin,“ segir Guðbjartur og bætir við að niðurstaðan hafi ekki verið það afgerandi að nefndin sendi frá sér sérstakt álit.

Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, sagði að fundurinn hafi sýnt fram á, að það ríki mikil óvissa um hvort lagasetningin um Icesave standist stjórnarskrá. Nauðsynlegt sé að fá fram ýtarlegt álit á því hvort lögin standist stjórnarskrána.

Höskuldur sagðist telja að um væri að ræða pólitískan hráskinnaleik hjá Samfylkingunni, að kalla til sérfræðinga, þar af tvo sem hefðu veitt ráðgjöf í samningagerðinni við Breta og Hollendinga og túlka svo fundinn sér í hag án þess að fyrir liggi skriflegar greinargerðir frá öðrum en Sigurði Líndal.

Önnur umræða um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum heldur áfram á Alþingi á morgun.

Frá fundi fjárlaganefndar. Guðbjartur Hannesson er annar frá hægri. Myndin ...
Frá fundi fjárlaganefndar. Guðbjartur Hannesson er annar frá hægri. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent »

Góð stund í firðinum

08:18 Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

07:59 Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Meira »

Sjaldgæft að breytt sé ákvörðun

07:57 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó. Meira »

Sótt í 90% íbúðalán

07:37 Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.  Meira »

United Silicon greiðir milljarð í skuld

07:27 United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Meira »

Hiti víða í 13 til 25 stig í dag

07:06 Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

06:43 Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...