Hagstæðustu kjör sem fást

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þau vaxtakjör, sem miðað er við í samningunum við Breta og Hollendinga um Icesace-skuldbindingarnar, séu þau bestu sem eru í boði eru í lánasamningum milli ríkja.

Steingrímur flutti ýtarlega ræðu um Icesave-málið á Alþingi um hádegisbil þar sem hann fór yfir sína sýn á það. Spurði hann í lokin, hvort þingmenn, og þó einkum stjórnarandstaðan, gæti ekki sammælst um að ljúka bráðnauðsynlegum verkum fyrir jól og áramót svo einhver mannsbragur sé að.

Hann sagði, að tvö matsfyrirtæki af þremur biðu þess, að niðurstaða fengist í Icesave-málsins áður en þau ákveða lánshæfiseinkunn fyrir íslenska ríkið. 

Steingrímur sagðist engar efasemdir um að Íslendingar komist í gegnum núverandi erfiðleika og að mörgu leyti gengi betur en búast hefði mátt við þegar hrunið varð á síðasta ári.

„Ísland er ekki að komast í greiðsluþrot og það er ekki sprottinn á fólksflótti," sagði Steingrímur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert