Innflytjendur 9% Íslendinga

Innflytjendur eru nú um 9% af mannfjöldanum á Íslandi.
Innflytjendur eru nú um 9% af mannfjöldanum á Íslandi.

Í byrjun ársins 2009 voru 28.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% mannfjöldans. Það er mikil aukning frá árinu 1996 þegar innflytjendur voru einungis 2% landsmanna eða 5.357 alls. Á sama tímabili hefur þeim sem hafa engan erlendan bakgrunn fækkað hlutfallslega úr 93,7% í 84,6%.Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér.


Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar. Tæpur þriðjungur innflytjenda árið 1996 var frá Norðurlöndunum en einungis 6,3% í ársbyrjun 2009. Innflytjendum frá öðrum Evrópulöndum en Norðurlöndum hefur hins vegar fjölgað mjög á sama tímabili. Þeir voru 39,8% allra innflytjenda árið 1996 en 72,9% í byrjun árs 2009. Hlutur innflytjenda frá öðrum heimsálfum en Norður-Ameríku hefur staðið í stað. Innflytjendum frá Norður-Ameríku fækkaði mikið eða úr 8,2% 1996 í 2,6% árið 2009.

Árið 2009 voru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Alls 11.575 einstaklingar eiga uppruna í Póllandi eða 40,4% allra innflytjenda. Pólskir karlar eru tæplega helmingur allra karlkyns innflytjenda árið 2009, eða 46,2% en pólskar konur eru 33,6% innflytjenda kvenna. Næstflestir hafa fæðst í Litháen, 5,5%, en Þjóðverjar þar á eftir, 4,6%.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert