Segja Icesave-lög geta verið brot á stjórnarskrá

Lögfræðingarnir Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson segja að því fari fjarri að hægt sé að útiloka að neyðarlögin verði felld úr gildi verði höfðað mál vegna þeirra. Gætu þá fallið þúsund milljarðar króna á ríkissjóð.

Þeir efast um að lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave standist 40. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um skýra og afdráttarlausa lagaheimild. Svipað eigi við um fjárveitingarvaldið. Samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar má ekkert gjald greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Þá segja lögfræðingarnir að einnig má halda því fram að verið sé að ganga á lýðræðislegan rétt kjósenda með því að binda hendur Alþingis gagnvart erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar framtíðar við skuldbindingar sem geti reynst þjóðarbúinu ofviða og séu þar að auki líklega umfram lagaskyldu. Slíkt fáist vart staðist 1. gr. stjórnarskrárinnar um löggjafarvald Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert