Fjárhagáætlun rædd á fundi borgarstjórnar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar klukkan 10. Í tilkynningu frá Vinnuhópi foreldra gegn niðurskurði á leikskólum kemur fram að hópurinn hefði fyrir tilviljum frétt að tímasetning fundarins hefði verið breytt, en til stóð að hann yrði kl. 14 í dag. Foreldrar höfðu boðað komu sína á áhorfendapallana í ráðhúsinu í dag.

„Þrátt fyrir loforð um að standa vörð um velferð barna á nú enn að skera niður þjónustu við leikskólabörn. Krafa foreldra er að leikskólasviði verði með öllu hlíft við aðgerðum um niðurskurð á komandi ári," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert