Fleiri nauðungarsölur fasteigna

Flestar fjárnámsbeiðnir voru í febrúar.
Flestar fjárnámsbeiðnir voru í febrúar. mbl.is/Ómar

Í lok nóvember s.l. höfðu 205 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Allt árið í fyrra var 161 fasteign  seld nauðungarsölu hjá embættinu. Þá höfðu 357 bílar verið seldir nauðungarsölu í Reykjavík í lok nóvember en þeir urðu alls 491 í fyrra.

Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Sýslumannsins í Reykjavík. 

16.820 fjárnámsbeiðnir höfðu verið skráðar frá ársbyrjun til loka nóvember síðastliðins hjá sýslumanninum í Reykjavík. Árið 2008 voru skráðar fjárnámsbeiðnir alls 18.541. 41 útburðarbeiðni hafði borist embættinu í lok nóvember en í fyrra urðu þær alls 55 talsins.

Fjárnámsbeiðnirnar voru flestar í febrúar á þessu ári. Mánuð fyrir mánuð bárust 1.180 fjárnámsbeiðnir í janúar, í febrúar 2.720, í mars 1.590, í apríl 1.580, í maí 1.722, í júní 1.734, í júlí 1.352, í ágúst 859, í september 1.154, í október 1.259 og nóvember 1.661.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert