Segir Obama þurfa lengri tíma

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni eiga erfitt með að fá þjóðarleiðtoga til að komast að sameiginlegri niðurstöðu á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Danmörku á morgun.

„Obama forseti er óheppinn hvað varðar þá staðreynd að ráðstefnan á sér stað á fyrsta ári hans í embætti,“ segir Ólafur Ragnar í viðtali við Arabian Business. Mikilvæg niðurstaða muni því ekki fást á ráðstefnunni.

Ólafur Ragnar segir að eftir að hafa unnið með bandarískum leiðtogum í 30 ár þá viti hann vel að það taki langan tíma að breyta stefnu Bandaríkjastjórnar. „Því miður, fyrir okkur öll, hefur [Obama] átt fullt í fangi með kljást við efnahagskreppuna, Írak, Afganistan og heilbrigðismálin,“ segir hann.

Hann telur að Obama þurfi lengri tíma til að ná fram stuðningi ólíkra hópa í Bandaríkjunum hvað varðar græna orkugjafa. Auk þess sem það taki forsetann langa tíma að snúa við ákvörðunum Bush-stjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert