Tekist á um fullveldið

Íslenski fáninn
Íslenski fáninn

Fullveldið var umfjöllunarefni þáttar Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisands, á Bylgjunni í dag.  Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að fullveldið sé í hættu þar sem ríki sem getur ekki staðið við skuldbindingar sínar njóti ekki viðurkenningar annarra ríkja sem fullvalda ríki. Hann vill meina að Ísland glati ekki fullveldi sínu með inngöngu í Evrópusambandið og undir það tók Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, félagi í Heimssýn, sagði í þættinum að þau ríki sem væru aðildarríki Evrópusambandsins hafi glatað fullveldi sínu. Það þýði að ríki eins og Þýskaland séu ekki fullvalda. Hún sagði að ekki ætti að tengja gjaldmiðlaumræðu við umræðu um fullveldi en ljóst væri að eitthvað þyrfti að gera hvað varðar gjaldmiðil Íslands.

Guðmundur sagði að það vildi brenna við í umræðunni frá hruninu að Íslendingar litu á sig sem fórnarlömb. Miklu nær væri að líta á hegðun íslenskra fjármálamanna í útlöndum, einkum og sér í lagi á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert