Vatnið margfaldast í verði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Garðabær útvegar kalt vatn fyrir íbúa á Álftanesi og var tonnið af vatninu selt á yfir 18 krónur í síðasta mánuði. Þetta sama vatn kaupa Garðbæingar af Vatnsveitu Kópavogs á rúmlega fimm krónur tonnið.

Ekki eru gerðar takmarkanir á magni á umsömdu verði fram til ársins 2018. Garðbæingar áætla að í ár útvegi þeir Álftnesingum 330 þúsund tonn. Þeir greiða Kópavogi um 1,6 milljónir fyrir þetta vatn í ár, en selja það aftur á tæplega sex milljónir. Áætla má að vatnsviðskiptin skili Garðbæingum ríflega fjórum milljónum króna í bæjarkassann í ár.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert