Harpa skal tónlistarhúsið heita

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við hafnarbakkannn hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í húsinu fyrir stundu. Það var Harpa Karen Antonsdóttir, 10 ára gömul stúlka, sem gaf húsinu nafnið.

Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og létu viðbrögð ekki á sér standa. Alls bárust 4156 tillögur að nafni frá 1200 einstaklingum. 54 lögðu til að húsið fengi nafnið Harpa. 

Í tilefni nafngiftarinnar spilaði Stórsveit Samma fyrir gesti auk þess sem þeim var boðið upp  kakó og kleinur.

Það var Harpa Karen Antonsdóttir sem gaf húsinu nafnið Harpa.
Það var Harpa Karen Antonsdóttir sem gaf húsinu nafnið Harpa. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert