Spara má með lokun fæðingardeilda

Hægt er að spara með því að fækka fæðingardeildum og …
Hægt er að spara með því að fækka fæðingardeildum og skurðdeildum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Færa mætti allar fæðingar og skurðaðgerðir frá sjúkrahúsunum á Selfossi, Reykjanesbæ og Akranesi á Landspítala - háskólasjúkrahús. Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins telur unnt að spara rúman milljarð með því, að því er fram kemur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Starfshópur vinnur að athugun á möguleikum sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni á suðvesturlandi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins vitnaði í niðurstöður hans.

Auk sparnaðar við fæðingar og skurðaðgerðir er talið unnt að spara 300 til 400 milljónir til viðbótar með því að flytja sjúklinga fyrr af Landspítala til síns heimahéraðs. 

Samtals sé því hægt að minnka kostnað við heilbrigðisþjónustuna á svæðinu, án þess að skerða þjónustu við sjúklinga.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert