Svifryk yfir mörkum

Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag og næstu daga þar sem áfram er spáð hægum vindi og þurrviðri í vikunni og líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Sökum hlýviðris er ekki hægt að rykbinda umferðagötur.

Viðkvæmir forðist helstu umferðargötur

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en mælist núna 53. Hæsta hálftímagildið í dag mældist 118 á Grensásvegi. Sjá má gula mengunarslikju yfir borginni þegar horft er vestur. Hún stafar af útblæstri köfnunarefnissambanda frá bifreiðum.

Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa og forðast helstu umferðargötur. Um þessar mundir eru 35% bifreiða í Reykjavík á nagladekkjum samkvæmt talningu í desember.

Svifryk má samkvæmt reglugerð fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk í ár. Það hefur nú farið 15 sinnum yfir heilsuverndarmörk á sólarhring.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert