„Flóknari og ónákvæmari“

„[...] verði þessar breytingar að lögum þá mun staðgreiðsluframkvæmd verða flóknari og ónákvæmari,“ segir í umsögn embættis ríkisskattstjóra um ákvæði um þrepskiptan tekjuskatt í frumvarpi fjármálaráðherra um tekjuöflun ríkissjóðs.

Bent er á að þetta eigi sérstaklega við um þá sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda og jafnframt um þá sem samskattaðir eru og hafa mismiklar tekjur.

„Við álagningu opinberra gjalda mun fjöldi framteljenda því annað hvort eiga inneign hjá hinu opinbera í formi ofgreidds tekjuskatts og útsvars eða skulda opinber gjöld. Samkvæmt upplýsingum úr staðgreiðslukerfi ríkisskattstjóra eru um það bil 33.000 launþegar með hærri árstekjur en 2.400.000 kr. og þiggja laun frá fleiri en einum launagreiðanda. Gera má ráð fyrir að langflestir þessara aðila muni fá leiðréttingu í álagningu,“ segir í umsögninni.

Skattstjóri Suðurlandsumdæmis tekur í sama streng og segir í umsögn við frumvarpið að fjögur skattþrep hafi í för með sér alls kyns flækjur í skattframkvæmdinni og verði dýr í rekstri. „Undirbúningstíminn er nánast enginn og aðlögun launakerfa landsmanna tafsöm og dýr,“ segir hann.

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur borist mikill fjöldi umsagna við skattafrumvörpin og eru mörg ákvæði þeirra gagnrýnd.

Sjá nánari umfjöllun um umsagnir og gagnrýni á skattafrumvörpin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert