Hærri skattar hækka lánin um 13,4 milljarða

Hagsmunasamtök heimilanna hafa m.a. haldið samstöðufundi á Austurvelli.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa m.a. haldið samstöðufundi á Austurvelli. hag / Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt útreikningum Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) munu skattabreytingatillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. þingmál nr. 239 og 257, hafa í för með um kr. 13,4 milljarða hækkun á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna við gildistöku og a.m.k. 42 milljarða til viðbótar á lánstíma lánanna vegna hærri vaxtagreiðslna og síðari tíma verðbóta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HH.

Þau meta það svo að nærri helmingur heimila beri ekki auknar álögur vegna verulegrar kaupmáttarskerðingar og gríðarlegra hækkana á höfuðstól skulda. Samtökin hafa fullan skilning á aukinni tekjuöflunarþörf ríkisins í þessari stöðu, en það er algert forgangsverkefni að rjúfa bein tengsl skatta‐ og verðlagsbreytinga við þróun höfuðstóls lána heimilanna vegna áhrifa á verðbætur.

Telja samtökin það alveg ólíðandi, að fjármagnseigendur skuli hagnast á neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem hafa það að markmiði að koma hagkerfinu út úr þeirri kreppu sem banka‐ og gjaldeyrishrun ollu.

Til að stuðla gegn þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna lagt til 4% þak á árlega hækkun verðbóta frá 1.jan.2008. Slík aðgerð myndi sporna gegn óhóflegum verðbótaáhrifum á skuldsett heimili af aðgerðum eins og skattahækkunum ríkisstjórnarinnar.

Vilja samtökin hvetja til þess að samhliða afgreiðslu þessara mála verði afgreitt þingmál nr. 12 um vexti og verðtryggingu og þingmál nr. 7 um samningsveð. Hið fyrrnefnda er frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um 4% þak á verðbætur og hitt er frumvarp þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, sem takmarkar rétt lánveitanda til að sækja eignir lántaka upp í veð sín vegna íbúðalána. Telja samtökin brýnt að þessi mál verði bæði afgreidd sem fyrst sem lög frá Alþingi.

Tvö skattþrep í mesta lagi

Telja Hagsmunasamtök heimilanna að ekki verði hjá því komist fyrir ríkissjóð að afla frekari tekna í bland við niðurskurð. Samtökin telja þó að tillögur stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu stuðli ekki endilega að því marki sem að er stefnt.

Benda samtökin á, að mörg skattþrep, hvort heldur tekjuskatts‐ eða virðisaukaskatts‐, vinna gegn gegnsæi og torvelda allt skattaeftirlit almennings. Telja samtökin því affarasælast að halda sig við tvö skattþrep fyrir virðisaukaskatt og tvö fyrir tekjuskatt. Varðandi tekjuskattinn verði lækkun skattprósentu fyrir lægstu tekjuhópana náð með annars vegar hækkun persónuafsláttar og hins vegar endurgreiðslu upp að vissu marki þess persónuafsláttar sem ekki verður nýttur. Varðandi virðisaukaskattinn, þá verði hætt við miðjuþrepið, en í staðinn verði skattprósenta hinna tveggja þrepanna hækkuð til að mæta því sem tapast við að hætt sé við 14% skattþrepið. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja síðan Alþingi til að nýta tækifærið og slá skjaldborg um heimilin.

Setja þarf þak á verðbætur til að stöðva sjálfvirka skuldahækkun sem veldur jafnframt aukningu peningamagns í umferð í hagkerfinu. Verðbólgudraugurinn verður ekki haminn fyrr en það myndast hvati hjá öllum í hagkerfinu að vinna gegn verðbólgu. Við núverandi aðstæður þrífst hluti hagkerfisins, þ.e. fjármálakerfið, á verðbólgunni og verðbótum sem henni fylgir. Með því að setja 4% þak á árlegar verðbætur, er þessi hvati tekinn í burtu. Að sjálfsögðu munu fjármagnseigendur mótmæla því eins og fíkill sem missir fíkniefnið sitt, en þegar meðferðinni verður lokið, þá munu fjármagnseigendur átta sig á því að allir eru betur komnir án verðtryggingarinnar, segir í tilkynningunni frá HH.

mbl.is

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Ukulele
...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...