Hærri skattar hækka lánin um 13,4 milljarða

Hagsmunasamtök heimilanna hafa m.a. haldið samstöðufundi á Austurvelli.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa m.a. haldið samstöðufundi á Austurvelli. hag / Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt útreikningum Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) munu skattabreytingatillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. þingmál nr. 239 og 257, hafa í för með um kr. 13,4 milljarða hækkun á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna við gildistöku og a.m.k. 42 milljarða til viðbótar á lánstíma lánanna vegna hærri vaxtagreiðslna og síðari tíma verðbóta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HH.

Þau meta það svo að nærri helmingur heimila beri ekki auknar álögur vegna verulegrar kaupmáttarskerðingar og gríðarlegra hækkana á höfuðstól skulda. Samtökin hafa fullan skilning á aukinni tekjuöflunarþörf ríkisins í þessari stöðu, en það er algert forgangsverkefni að rjúfa bein tengsl skatta‐ og verðlagsbreytinga við þróun höfuðstóls lána heimilanna vegna áhrifa á verðbætur.

Telja samtökin það alveg ólíðandi, að fjármagnseigendur skuli hagnast á neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem hafa það að markmiði að koma hagkerfinu út úr þeirri kreppu sem banka‐ og gjaldeyrishrun ollu.

Til að stuðla gegn þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna lagt til 4% þak á árlega hækkun verðbóta frá 1.jan.2008. Slík aðgerð myndi sporna gegn óhóflegum verðbótaáhrifum á skuldsett heimili af aðgerðum eins og skattahækkunum ríkisstjórnarinnar.

Vilja samtökin hvetja til þess að samhliða afgreiðslu þessara mála verði afgreitt þingmál nr. 12 um vexti og verðtryggingu og þingmál nr. 7 um samningsveð. Hið fyrrnefnda er frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um 4% þak á verðbætur og hitt er frumvarp þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, sem takmarkar rétt lánveitanda til að sækja eignir lántaka upp í veð sín vegna íbúðalána. Telja samtökin brýnt að þessi mál verði bæði afgreidd sem fyrst sem lög frá Alþingi.

Tvö skattþrep í mesta lagi

Telja Hagsmunasamtök heimilanna að ekki verði hjá því komist fyrir ríkissjóð að afla frekari tekna í bland við niðurskurð. Samtökin telja þó að tillögur stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu stuðli ekki endilega að því marki sem að er stefnt.

Benda samtökin á, að mörg skattþrep, hvort heldur tekjuskatts‐ eða virðisaukaskatts‐, vinna gegn gegnsæi og torvelda allt skattaeftirlit almennings. Telja samtökin því affarasælast að halda sig við tvö skattþrep fyrir virðisaukaskatt og tvö fyrir tekjuskatt. Varðandi tekjuskattinn verði lækkun skattprósentu fyrir lægstu tekjuhópana náð með annars vegar hækkun persónuafsláttar og hins vegar endurgreiðslu upp að vissu marki þess persónuafsláttar sem ekki verður nýttur. Varðandi virðisaukaskattinn, þá verði hætt við miðjuþrepið, en í staðinn verði skattprósenta hinna tveggja þrepanna hækkuð til að mæta því sem tapast við að hætt sé við 14% skattþrepið. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja síðan Alþingi til að nýta tækifærið og slá skjaldborg um heimilin.

Setja þarf þak á verðbætur til að stöðva sjálfvirka skuldahækkun sem veldur jafnframt aukningu peningamagns í umferð í hagkerfinu. Verðbólgudraugurinn verður ekki haminn fyrr en það myndast hvati hjá öllum í hagkerfinu að vinna gegn verðbólgu. Við núverandi aðstæður þrífst hluti hagkerfisins, þ.e. fjármálakerfið, á verðbólgunni og verðbótum sem henni fylgir. Með því að setja 4% þak á árlegar verðbætur, er þessi hvati tekinn í burtu. Að sjálfsögðu munu fjármagnseigendur mótmæla því eins og fíkill sem missir fíkniefnið sitt, en þegar meðferðinni verður lokið, þá munu fjármagnseigendur átta sig á því að allir eru betur komnir án verðtryggingarinnar, segir í tilkynningunni frá HH.

mbl.is

Innlent »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Hef gaman af því að grúska

20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Notuð dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...