Óveður á Norðaustur- og Austurlandi

Ekkert ferðaveður er á Norðaustur- og Austurlandi.
Ekkert ferðaveður er á Norðaustur- og Austurlandi. mbl.is/Ómar

Á Norðaustur- og Austurlandi er óveður og eru vegfarendur beðnir um að leita sér upplýsingar um færð og veður áður en lagt er á stað, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna hvassviðris og élja má víða búast við slæmu ferðaveðri á austanverðu landinu í dag. Eftir það er áfram spáð ákveðinni norðanátt með ofankomu fyrir norðan og austan, segir af á vef Veðurstofu Íslands.

Hálkublettir eru  víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og á Vestfjörðum eru vegir greiðfærir þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur á Mývatnsöræfum, hálka og éljagangur á Mývatnsheiði, hálkublettir og éljagangur eru víða á öðrum leiðum.

Austanlands er hálka, éljagangur og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði. Hálkublettir og skafrenningur eru víða á öðrum leiðum. Þungfært og óveður er um Vatnsskarð eystra, ófært og óveður er á Öxi.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir við Vík og í Skaftafell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert