Þrepin tengd við launavísitölu

Þingmenn hafa rætt skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar í allan dag.
Þingmenn hafa rætt skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar í allan dag. Heiðar Kristjánsson

Meirihluti efnahags- og skattanefndar leggur til að bætt verði við skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar ákvæði sem tengi skatthlutfall þrepa við launavísitölu, þó þannig að þau breytist einungis til hækkunar.

Samkvæmt núgildandi lögum hækkar persónuafsláttur til samræmis við breytingar á neysluverðsvísitölu. Þetta ákvæði kom inn í lögin árið 2007. Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að þessi tenging við verðbólgu verði afnumin.

Margir af þeim sem komu fyrir efnahags- og skattanefnd gerðu athugasemdir við afnám vísitölubindingar persónuafsláttar við neysluverð og á það var bent að kaupmáttur almenns launafólks hefði lækkað í kjölfar verðbólgu. Áhrif þessara breytinga væri enn meiri því að í frumvarpinu væri fallið frá hækkun persónuafsláttarins árin 2010 og 2011 samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í tekjuskattslögum.

„Á móti var bent á að hækkun persónuafsláttar kæmi öllum launamönnum jafnt til góða, óháð efnahag, en ekki aðeins þeim tekjulægstu og að þrepaskiptur tekjuskattur væri betra tæki til tekjudreifingar. Meirihlutinn fellst á þessi sjónarmið og leggur jafnframt til að skatthlutfall þrepa verði tengt við launavísitölu en þó einungis til hækkunar,“ segir í nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og skattanefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert