Hættulega óskýrir Icesave-samningar

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Heiðar Kristjánsson

„Stjórnarandstaðan hefur eytt mörgum mánuðum í að benda á hversu ósanngjarnir samningarnir eru. Þetta er í raun staðfesting á þeim málflutningi," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um nýbirta skýrslu bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.

Í skýrslunni segir meðal annars að Icesave-samningarnir séu hvorki skýrir né sanngjarnir (e. neither clear nor fair). „Það er einnig skilningur okkar, þó við höfum ekki lagst í neina sjálfstæða útreikninga, að það geti einnig verið að þeir séu óviðráðanlegir. Í þessu samhengi ætti „viðráðanleiki" bæði að skoðast sem raunveruleg geta til þess að borga og áhrifin af því á getu Íslands til að standa við aðrar skuldbindingar og að mæta þörfum þjóðarinnar," segir einnig í skýrslunni frá Mischon de Reya, í lauslegri þýðingu. Mögulegt sé að gerð samninganna hafi byggst á einhvers konar misskilningi.

Höskuldur segir að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi skilað sér og þjóðin sé farin að átta sig. „Það er afar hættulegt fyrir þjóðarhagsmuni Íslendinga hversu óskýrir samningarnir eru, sérstaklega eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar síðan lögin voru samþykkt í ágúst. Allur vafi í málinu er túlkaður Bretum og Hollendingum í vil," segir Höskuldur.

Höskuldur vísar einnig í álit lögmannsins Matthew Collings, sem fylgir með áliti Mischon de Reya sem viðauki. Þar segi lögmaðurinn að samningurinn verði alltaf túlkaður samkvæmt orðanna hljóðan fyrir breskum dómstólum og í samræmi við bresk lög, alveg óháð því hversu ósanngjörn útkoman geti orðið fyrir íslenskan almenning.

Hann segir stórhættulegt að samþykkja lausn ríkisstjórnarinnar á Icesave og þar að auki hafi öllum málflutningi stjórnarþingmanna, og ekki síst Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, verið hrundið. Nú síðast hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hrakið það að fyrri ríkisstjórnir hafi skuldbundið Íslendinga í málinu og nú bendi Mischon de Reya á að líklega sé ekki betra að halda því fram að greiðsluskylda sé ekki til staðar, en ákveða engu að síður að ganga til samninga og borga. „Þeir benda á að það sé jafnvel verra fyrir Íslendinga að þeir viðurkenni ekki að þeim beri að greiða, en ætli samt að gera það," segir Höskuldur.

„Við skorum á þingmenn stjórnarmeirihlutans að lesa og kynna sér þau skjöl sem nú hafa komið fram og þær nýju upplýsingar sem við höfum verið að kalla. eftir. Ef þeir gera það er ég sannfærður um að enginn þeirra muni samþykkja þessa samninga," segir hann. Þingmenn þurfi að sjá þá bláköldu staðreynd að íslenskir þjóðarhagsmunir felist í því að samþykkja ekki samningana. Þar að auki gerist ekkert ef við samþykkjum þá ekki.

mbl.is

Innlent »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálf fimm leytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálf tvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Stimplar
...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...