Hættulega óskýrir Icesave-samningar

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Heiðar Kristjánsson

„Stjórnarandstaðan hefur eytt mörgum mánuðum í að benda á hversu ósanngjarnir samningarnir eru. Þetta er í raun staðfesting á þeim málflutningi," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um nýbirta skýrslu bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.

Í skýrslunni segir meðal annars að Icesave-samningarnir séu hvorki skýrir né sanngjarnir (e. neither clear nor fair). „Það er einnig skilningur okkar, þó við höfum ekki lagst í neina sjálfstæða útreikninga, að það geti einnig verið að þeir séu óviðráðanlegir. Í þessu samhengi ætti „viðráðanleiki" bæði að skoðast sem raunveruleg geta til þess að borga og áhrifin af því á getu Íslands til að standa við aðrar skuldbindingar og að mæta þörfum þjóðarinnar," segir einnig í skýrslunni frá Mischon de Reya, í lauslegri þýðingu. Mögulegt sé að gerð samninganna hafi byggst á einhvers konar misskilningi.

Höskuldur segir að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi skilað sér og þjóðin sé farin að átta sig. „Það er afar hættulegt fyrir þjóðarhagsmuni Íslendinga hversu óskýrir samningarnir eru, sérstaklega eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar síðan lögin voru samþykkt í ágúst. Allur vafi í málinu er túlkaður Bretum og Hollendingum í vil," segir Höskuldur.

Höskuldur vísar einnig í álit lögmannsins Matthew Collings, sem fylgir með áliti Mischon de Reya sem viðauki. Þar segi lögmaðurinn að samningurinn verði alltaf túlkaður samkvæmt orðanna hljóðan fyrir breskum dómstólum og í samræmi við bresk lög, alveg óháð því hversu ósanngjörn útkoman geti orðið fyrir íslenskan almenning.

Hann segir stórhættulegt að samþykkja lausn ríkisstjórnarinnar á Icesave og þar að auki hafi öllum málflutningi stjórnarþingmanna, og ekki síst Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, verið hrundið. Nú síðast hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hrakið það að fyrri ríkisstjórnir hafi skuldbundið Íslendinga í málinu og nú bendi Mischon de Reya á að líklega sé ekki betra að halda því fram að greiðsluskylda sé ekki til staðar, en ákveða engu að síður að ganga til samninga og borga. „Þeir benda á að það sé jafnvel verra fyrir Íslendinga að þeir viðurkenni ekki að þeim beri að greiða, en ætli samt að gera það," segir Höskuldur.

„Við skorum á þingmenn stjórnarmeirihlutans að lesa og kynna sér þau skjöl sem nú hafa komið fram og þær nýju upplýsingar sem við höfum verið að kalla. eftir. Ef þeir gera það er ég sannfærður um að enginn þeirra muni samþykkja þessa samninga," segir hann. Þingmenn þurfi að sjá þá bláköldu staðreynd að íslenskir þjóðarhagsmunir felist í því að samþykkja ekki samningana. Þar að auki gerist ekkert ef við samþykkjum þá ekki.

mbl.is

Innlent »

Hafnað að rannsaka drápið frekar

10:08 Máli þar sem ferðamenn voru kærðir fyrir dráp á lambi í júlí er lokið. Hinum seku var gert að greiða 120.000 krónur í sekt fyrir brot á 257. grein almennra hegningarlaga. Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að með þessu hafi málinu lokið endanlega. Meira »

Seta aukafjármagn í bókakaup

10:05 Auka á bókakost skólabókasafna og leikskóla á innlendum barnabókmenntum og verður veitt 7 milljóna viðbótarfjármagni til bókainnkaupa á þessu ári í Reykjavík. Meira »

Málið sent til héraðssaksóknara

10:00 Mál ungs karlmanns sem ók bíl inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag verður sent til héraðssaksóknara.  Meira »

Nemendum fjölgar um 7% í HR

09:39 Um 1340 nýnemar hófu nám við Háskólann Í Reykjavík í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám. Að auki stunda um 140 erlendir skiptinemar nám við HR á þessari önn. Meira »

Minnsta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

09:11 Atvinnuleysi mældist 1% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hefur ekki verið jafn lítið frá því samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003. Meira »

Eiga von á sekt í Georgíu

09:01 Sendiherra Georgíu í Danmörku og á Íslandi segir að ákvörðun Útlendingastofnunar um að setja Georgíu á lista yfir örugg ríki sé enn ein vísbendingin um hversu jákvæðar aðstæður eru í landinu, pólitískur stöðugleiki og mannréttindi séu virt. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestangolu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...