Hættulega óskýrir Icesave-samningar

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Heiðar Kristjánsson

„Stjórnarandstaðan hefur eytt mörgum mánuðum í að benda á hversu ósanngjarnir samningarnir eru. Þetta er í raun staðfesting á þeim málflutningi," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um nýbirta skýrslu bresku lögmannsstofunnar Miscon de Reya.

Í skýrslunni segir meðal annars að Icesave-samningarnir séu hvorki skýrir né sanngjarnir (e. neither clear nor fair). „Það er einnig skilningur okkar, þó við höfum ekki lagst í neina sjálfstæða útreikninga, að það geti einnig verið að þeir séu óviðráðanlegir. Í þessu samhengi ætti „viðráðanleiki" bæði að skoðast sem raunveruleg geta til þess að borga og áhrifin af því á getu Íslands til að standa við aðrar skuldbindingar og að mæta þörfum þjóðarinnar," segir einnig í skýrslunni frá Mischon de Reya, í lauslegri þýðingu. Mögulegt sé að gerð samninganna hafi byggst á einhvers konar misskilningi.

Höskuldur segir að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi skilað sér og þjóðin sé farin að átta sig. „Það er afar hættulegt fyrir þjóðarhagsmuni Íslendinga hversu óskýrir samningarnir eru, sérstaklega eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar síðan lögin voru samþykkt í ágúst. Allur vafi í málinu er túlkaður Bretum og Hollendingum í vil," segir Höskuldur.

Höskuldur vísar einnig í álit lögmannsins Matthew Collings, sem fylgir með áliti Mischon de Reya sem viðauki. Þar segi lögmaðurinn að samningurinn verði alltaf túlkaður samkvæmt orðanna hljóðan fyrir breskum dómstólum og í samræmi við bresk lög, alveg óháð því hversu ósanngjörn útkoman geti orðið fyrir íslenskan almenning.

Hann segir stórhættulegt að samþykkja lausn ríkisstjórnarinnar á Icesave og þar að auki hafi öllum málflutningi stjórnarþingmanna, og ekki síst Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, verið hrundið. Nú síðast hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hrakið það að fyrri ríkisstjórnir hafi skuldbundið Íslendinga í málinu og nú bendi Mischon de Reya á að líklega sé ekki betra að halda því fram að greiðsluskylda sé ekki til staðar, en ákveða engu að síður að ganga til samninga og borga. „Þeir benda á að það sé jafnvel verra fyrir Íslendinga að þeir viðurkenni ekki að þeim beri að greiða, en ætli samt að gera það," segir Höskuldur.

„Við skorum á þingmenn stjórnarmeirihlutans að lesa og kynna sér þau skjöl sem nú hafa komið fram og þær nýju upplýsingar sem við höfum verið að kalla. eftir. Ef þeir gera það er ég sannfærður um að enginn þeirra muni samþykkja þessa samninga," segir hann. Þingmenn þurfi að sjá þá bláköldu staðreynd að íslenskir þjóðarhagsmunir felist í því að samþykkja ekki samningana. Þar að auki gerist ekkert ef við samþykkjum þá ekki.

mbl.is

Innlent »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...