Þrengri reglur um veðlán en í Evrópu

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Ómar Óskarsson

Reglur Seðlabanka Íslands um veðlánaviðskipti við fjármálafyrirtæki tóku mið af reglum Evrópska seðlabankans (ECB) en voru samt sem áður þrengri en reglur evrópska bankans þar sem að þær heimiluðu ekki veðsetningu krafna sem ekki voru markaðsskráðar. Við hrun bankakerfisins voru öll veð í samræmi við reglur bankans.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Más Guðmundssonar seðlabankastjóra við spurningum Morgunblaðsins um slík viðskipti.

Í svarinu kemur einnig fram að Seðlabankinn hafi átt aðild að samráðshópi sem í voru ráðuneytisstjórar forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyta. Hópurinn hittist vikulega í tæpt ár fyrir hrun og á þeim fundum upplýstu fulltrúar Seðlabankans aðra fundarmenn um stöðu og þróun veðlána bankans.

Már segir einnig að lán Seðlabankans hafi verið veitt á þeirri forsendu að bankarnir uppfylltu reglur um eigið fé. Aðspurður hvort að neyðarlögin hafi verið þess valdandi að tap Seðlabankans vegna lána með veð í skuldabréfum bankanna hafi verið meira en ella segir Már að það segi sig sjálft að forgangur innlána dragi úr væntum endurheimtum vegna annarra krafna.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert