6 þúsund afbrot skráð í nóvember

IHegningarlagabrotum fækkaði um 19% í nóvember
IHegningarlagabrotum fækkaði um 19% í nóvember mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Alls voru skráð tæplega 6.000 hegningarlaga-, umferðarlaga-og fíkniefnabrot í nóvember. Hegningarlagabrotin voru 1.168 eða 19%, umferðarlagabrotin 4.706(79%) og fíkniefnabrotin 119(2%). Hegningarlagabrotum fækkaði um 19% en umferðarlagabrotum fjölgaði um 19% og voru þau rúmlega 700 fleiri í ár en í fyrra. Fíkniefnabrotum fækkaði um 10%.

Á síðustu 12 mánuðum voru að meðaltali 122 ölvunarakstursbrot í hverjum mánuði. Af þeim sem voru teknir vegna ölvunarakstursbrota voru 39% á aldrinum 20-29 ára. Yngstu ökumennirnir voru 15 ára og þeir elstu komnir yfir áttrætt, að því er segir í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra sem birt er í dag.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert