Forsendur IFS-álits svartsýnar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Heiðar Kristjánsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur það ekki vera áfellisdóm þótt IFS-greining hafi komist að þeirri niðurstöðu að 10% líkur séu á greiðslufalli íslenska ríkisins taki það á sig Icesave-skuldbindingarnar. IFS-greining skilaði skýrslu þess efnis til fjárlaganefndar Alþingis í dag og sögðu skýrsluhöfunar mat sitt varfærið.

„Miðað við þær svartsýnu forsendur sem þeir gefa sér, finnst mér það ekki vera svo slæm niðurstaða að það séu samt 90% líkur á að við ráðum við þetta," segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Hins vegar væri það mjög slæm skilaboð til umheimsins, að hans sögn, að þrátt fyrir þetta miklar líkur á að við ráðum við skuldbindingarnar, ætlum við ekki að reyna að axla ábyrgðina.

Ennfremur segir Steingrímur að komist Íslendingar klakklaust í  gegnum næstu ár, þar á meðal 2011 sem verði erfiðasta árið fyrir ríkissjóð, hafi hann ekki áhyggjur af getu okkar til að greiða af Icesave skuldbindingunum þegar þar að kemur frá árinu 2016. Enda verði hagkerfið þá komið á góða siglingu.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert