Lífróður hjá Fiskey eftir mikinn lirfudauða

Lúðuseyði í eldunarstöð Fiskeyjar á Hjalteyri.
Lúðuseyði í eldunarstöð Fiskeyjar á Hjalteyri. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

Vonir stóðu til að árið í ár yrði það besta í sögu Fiskeyjar á Hjalteyri. Niðurstaðan er sú að versta ár fyrirtækisins er að líða, með miklum lirfudauða, stórtapi og deilum um rafmagnsafhendingu. Mikil óvissa er um framhaldið hjá þessu sprotafyrirtæki.

Erfiðleikar steðjuðu að rekstri Fiskeyjar frá því í október í fyrrahaust og fram til loka aprílmánaðar. Illa gekk að koma lúðulirfum á legg og lítið varð úr útflutningi á seiðum til Noregs.

Lirfur í tveimur af þremur framleiðsluhópum ársins drápust og gáfu ekkert í stað þess að skila 320 þúsund seiðum miðað við hrognamagn og meðaltal síðustu sex ára.

Fyrirtækið hefur ekki lent í slíkum áföllum frá árinu 1996, en þá var starfsemin enn á þróunarstigi og fleiri en Íslendingar áttu í erfiðleikum með að koma lúðuseiðum á legg. Meðalframleiðsla síðustu ára er í kringum 400 þúsund seiði en niðurstaðan verður um 40 þúsund seiði.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um málefni Fiskeyjar og úttekt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert