Vöruverði breytt fyrir jólin

Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember.
Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember. Reuters

Hagkaup hækkaði vöruverð á tugum vara í sérvörudeild sinni í gær, frá nær 5% og upp í tæp 54% samkvæmt blaði sem viðskiptavinur rakst á í Kringlunni í gær og sendi á Morgunblaðið. Þar virðast valdar úr þær vörur í  sérvöru sem er algengt að fólk vanti strax á síðustu metrum jólaundirbúningsins, svo sem límband, merkimiða og  hnotur af gjafaböndum. Einnig eru vinsælir geisladiskar og DVD myndir hækkaðar.

Sem dæmi þá hækkar límband úr  kr. 225 í kr. 285 eða  um tæp 27%, jólamerkilímmiðar um rúm 10%. Geisladiskurinn Oft spurði ég mömmu, hækkar um heilar 700 krónur og fer úr kr. 1299 í kr. 1999 sem er nær 54% hækkun. Eina varan sem lækkar samkvæmt þessum lista er DVD diskurinn Út og suður 5 en hann lækkar um rétt rúm 9%. 

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa segir leiðinlegt að blað þar sem fleiri verð séu að fara upp en niður hafi borist út en hins vegar megi ekki gleyma því að margar vörur séu að lækka og tekur þar dæmi um afslætti af jólaskrauti og sparifatnaði fyrir konur og börn. Hann segir stöðugt verið að breyta vöruverði í takt við markaðinn. Það sé gert daglega allan ársins hring, sérstaklega á öllum smásölumarkaðinum í desember. „Ef verð hækkar þá hækkum við og ef það lækkar þá lækkum við“

Alþekkt að verð séu hækkuð fyrir jól

Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir alþekkt að verslanir hækki vöruverð síðustu daga og vikur fyrir jól. Síðustu vikuna fyrir jól séu verslanir að hækka vöruverð fram á síðustu stundu. Menn geti hagað verðlagningu eins og þeir vilja þar sem hún sé frjáls. Það séu ekki allir sem átti sig á því en neytendur virðist hins vegar meira vakandi fyrir þessu en áður.

Þegar Gunnari er bent er á að samkvæmt verðbreytingarblaðinu, sé þarna sé um að ræða vöru sem virðist þannig að verðvitund fólks sé lítil, þar sem fólk grípi hana á hlaupum, segir hann ákveðna verðstefnu í gangi innan Hagkaupa. „Við erum með alveg hreina verðstefnu í ritföngum, þar erum við erum með verð undir sérverslunum og meðvitað yfir lágvöruverðsverslunum. Í bókum, skemmtiefni og þvílíku að þá miðum við við lægsta á markaðinum og bókabúðirnar. Þannig að við reynum að staðsetja okkur á milli þessara aðila og til þess að halda því gerum við verðkannanir daglega.“

Gunnar segir Hagkaup vera með um 50.000 vörunúmer og yfir 6.000 verðbreytingar hafi verið gerðar í desember bæði upp og niður í umræddri verslun einni, þar á meðal lækkað verð á 1.500 vörunúmerum af jólaskrauti.  

Segir gengishækkun ekki ná að skila sér út í verðlagið

Þegar spurt er hvort samsvarandi hækkanir og sjást á verðbreytingarblaðinu, séu á matvöru í desember, segir Gunnar að verðbreytingar þar séu gerðar í takt við markaðinn í samræmi við þá verðstefnu sem Hagkaup hafi markað sér. Það sé hins vegar ljóst að kaupmenn séu ekki að ná skila gengishækkunum út í verðlagið og álagning verslunar sé í raun lægri í ár en hún var í fyrra. Það hjálpi þó smásölu á Íslandi að fleiri versli heima en áður. 

Þegar rætt er um verðbreytingar á einstökum vörum, segir Ester mjög þekkt að geisladiskar hafi hækkað upp í fullt verð rétt fyrir jól. Þá sé fólk á síðustu stundu að kaupa og þurfi að fá vöruna og geri ekki eins mikinn verðsamanburð. Sama gildi um aðrar vörur.

Ester vill ekki ganga svo langt að segja verðhækkanirnar fari gegn góðum viðskiptaháttum. Það sé hins vegar  hlutverk Verðlagseftirlitsins að upplýsa neytendur um á hvaða verðbili verslanirnar eru svo þeir geti sjálfir lagt mat á hvar þeir vilji versla.

mbl.is

Innlent »

Stærri en BF og Viðreisn

11:48 Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent. Meira »

„Jafnar sig enginn á svona strax“

11:30 „Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni. Meira »

Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

11:15 Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar. Meira »

Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

10:56 Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. Meira »

Ljósleiðararúlla féll á manninn

10:55 Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...