Vöruverði breytt fyrir jólin

Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember.
Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember. Reuters

Hagkaup hækkaði vöruverð á tugum vara í sérvörudeild sinni í gær, frá nær 5% og upp í tæp 54% samkvæmt blaði sem viðskiptavinur rakst á í Kringlunni í gær og sendi á Morgunblaðið. Þar virðast valdar úr þær vörur í  sérvöru sem er algengt að fólk vanti strax á síðustu metrum jólaundirbúningsins, svo sem límband, merkimiða og  hnotur af gjafaböndum. Einnig eru vinsælir geisladiskar og DVD myndir hækkaðar.

Sem dæmi þá hækkar límband úr  kr. 225 í kr. 285 eða  um tæp 27%, jólamerkilímmiðar um rúm 10%. Geisladiskurinn Oft spurði ég mömmu, hækkar um heilar 700 krónur og fer úr kr. 1299 í kr. 1999 sem er nær 54% hækkun. Eina varan sem lækkar samkvæmt þessum lista er DVD diskurinn Út og suður 5 en hann lækkar um rétt rúm 9%. 

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa segir leiðinlegt að blað þar sem fleiri verð séu að fara upp en niður hafi borist út en hins vegar megi ekki gleyma því að margar vörur séu að lækka og tekur þar dæmi um afslætti af jólaskrauti og sparifatnaði fyrir konur og börn. Hann segir stöðugt verið að breyta vöruverði í takt við markaðinn. Það sé gert daglega allan ársins hring, sérstaklega á öllum smásölumarkaðinum í desember. „Ef verð hækkar þá hækkum við og ef það lækkar þá lækkum við“

Alþekkt að verð séu hækkuð fyrir jól

Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir alþekkt að verslanir hækki vöruverð síðustu daga og vikur fyrir jól. Síðustu vikuna fyrir jól séu verslanir að hækka vöruverð fram á síðustu stundu. Menn geti hagað verðlagningu eins og þeir vilja þar sem hún sé frjáls. Það séu ekki allir sem átti sig á því en neytendur virðist hins vegar meira vakandi fyrir þessu en áður.

Þegar Gunnari er bent er á að samkvæmt verðbreytingarblaðinu, sé þarna sé um að ræða vöru sem virðist þannig að verðvitund fólks sé lítil, þar sem fólk grípi hana á hlaupum, segir hann ákveðna verðstefnu í gangi innan Hagkaupa. „Við erum með alveg hreina verðstefnu í ritföngum, þar erum við erum með verð undir sérverslunum og meðvitað yfir lágvöruverðsverslunum. Í bókum, skemmtiefni og þvílíku að þá miðum við við lægsta á markaðinum og bókabúðirnar. Þannig að við reynum að staðsetja okkur á milli þessara aðila og til þess að halda því gerum við verðkannanir daglega.“

Gunnar segir Hagkaup vera með um 50.000 vörunúmer og yfir 6.000 verðbreytingar hafi verið gerðar í desember bæði upp og niður í umræddri verslun einni, þar á meðal lækkað verð á 1.500 vörunúmerum af jólaskrauti.  

Segir gengishækkun ekki ná að skila sér út í verðlagið

Þegar spurt er hvort samsvarandi hækkanir og sjást á verðbreytingarblaðinu, séu á matvöru í desember, segir Gunnar að verðbreytingar þar séu gerðar í takt við markaðinn í samræmi við þá verðstefnu sem Hagkaup hafi markað sér. Það sé hins vegar ljóst að kaupmenn séu ekki að ná skila gengishækkunum út í verðlagið og álagning verslunar sé í raun lægri í ár en hún var í fyrra. Það hjálpi þó smásölu á Íslandi að fleiri versli heima en áður. 

Þegar rætt er um verðbreytingar á einstökum vörum, segir Ester mjög þekkt að geisladiskar hafi hækkað upp í fullt verð rétt fyrir jól. Þá sé fólk á síðustu stundu að kaupa og þurfi að fá vöruna og geri ekki eins mikinn verðsamanburð. Sama gildi um aðrar vörur.

Ester vill ekki ganga svo langt að segja verðhækkanirnar fari gegn góðum viðskiptaháttum. Það sé hins vegar  hlutverk Verðlagseftirlitsins að upplýsa neytendur um á hvaða verðbili verslanirnar eru svo þeir geti sjálfir lagt mat á hvar þeir vilji versla.

mbl.is

Innlent »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...