Vöruverði breytt fyrir jólin

Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember.
Verðbreytingar virðast enn meiri í smásöluverslun i desember. Reuters

Hagkaup hækkaði vöruverð á tugum vara í sérvörudeild sinni í gær, frá nær 5% og upp í tæp 54% samkvæmt blaði sem viðskiptavinur rakst á í Kringlunni í gær og sendi á Morgunblaðið. Þar virðast valdar úr þær vörur í  sérvöru sem er algengt að fólk vanti strax á síðustu metrum jólaundirbúningsins, svo sem límband, merkimiða og  hnotur af gjafaböndum. Einnig eru vinsælir geisladiskar og DVD myndir hækkaðar.

Sem dæmi þá hækkar límband úr  kr. 225 í kr. 285 eða  um tæp 27%, jólamerkilímmiðar um rúm 10%. Geisladiskurinn Oft spurði ég mömmu, hækkar um heilar 700 krónur og fer úr kr. 1299 í kr. 1999 sem er nær 54% hækkun. Eina varan sem lækkar samkvæmt þessum lista er DVD diskurinn Út og suður 5 en hann lækkar um rétt rúm 9%. 

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa segir leiðinlegt að blað þar sem fleiri verð séu að fara upp en niður hafi borist út en hins vegar megi ekki gleyma því að margar vörur séu að lækka og tekur þar dæmi um afslætti af jólaskrauti og sparifatnaði fyrir konur og börn. Hann segir stöðugt verið að breyta vöruverði í takt við markaðinn. Það sé gert daglega allan ársins hring, sérstaklega á öllum smásölumarkaðinum í desember. „Ef verð hækkar þá hækkum við og ef það lækkar þá lækkum við“

Alþekkt að verð séu hækkuð fyrir jól

Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir alþekkt að verslanir hækki vöruverð síðustu daga og vikur fyrir jól. Síðustu vikuna fyrir jól séu verslanir að hækka vöruverð fram á síðustu stundu. Menn geti hagað verðlagningu eins og þeir vilja þar sem hún sé frjáls. Það séu ekki allir sem átti sig á því en neytendur virðist hins vegar meira vakandi fyrir þessu en áður.

Þegar Gunnari er bent er á að samkvæmt verðbreytingarblaðinu, sé þarna sé um að ræða vöru sem virðist þannig að verðvitund fólks sé lítil, þar sem fólk grípi hana á hlaupum, segir hann ákveðna verðstefnu í gangi innan Hagkaupa. „Við erum með alveg hreina verðstefnu í ritföngum, þar erum við erum með verð undir sérverslunum og meðvitað yfir lágvöruverðsverslunum. Í bókum, skemmtiefni og þvílíku að þá miðum við við lægsta á markaðinum og bókabúðirnar. Þannig að við reynum að staðsetja okkur á milli þessara aðila og til þess að halda því gerum við verðkannanir daglega.“

Gunnar segir Hagkaup vera með um 50.000 vörunúmer og yfir 6.000 verðbreytingar hafi verið gerðar í desember bæði upp og niður í umræddri verslun einni, þar á meðal lækkað verð á 1.500 vörunúmerum af jólaskrauti.  

Segir gengishækkun ekki ná að skila sér út í verðlagið

Þegar spurt er hvort samsvarandi hækkanir og sjást á verðbreytingarblaðinu, séu á matvöru í desember, segir Gunnar að verðbreytingar þar séu gerðar í takt við markaðinn í samræmi við þá verðstefnu sem Hagkaup hafi markað sér. Það sé hins vegar ljóst að kaupmenn séu ekki að ná skila gengishækkunum út í verðlagið og álagning verslunar sé í raun lægri í ár en hún var í fyrra. Það hjálpi þó smásölu á Íslandi að fleiri versli heima en áður. 

Þegar rætt er um verðbreytingar á einstökum vörum, segir Ester mjög þekkt að geisladiskar hafi hækkað upp í fullt verð rétt fyrir jól. Þá sé fólk á síðustu stundu að kaupa og þurfi að fá vöruna og geri ekki eins mikinn verðsamanburð. Sama gildi um aðrar vörur.

Ester vill ekki ganga svo langt að segja verðhækkanirnar fari gegn góðum viðskiptaháttum. Það sé hins vegar  hlutverk Verðlagseftirlitsins að upplýsa neytendur um á hvaða verðbili verslanirnar eru svo þeir geti sjálfir lagt mat á hvar þeir vilji versla.

mbl.is

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Armbönd
...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...