Íslendingar halda jól með Obama

Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á ...
Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á jóladag
 „Þau voru virkilega yndisleg og með góðan húmor," segir Anna Soffía Ryan sem ásamt fjölskyldu sinni borðaði hádegismat með Barack og Michelle Obama á jóladag. „Þórarinn yngri sonur okkar var í jakkafötum með vasaklút og Obama var rosalega hrifinn af honum, hrósaði fötunum hans og sýndi Michelle hvað hann væri flottur."

Anna Soffía er búsett á Kailua á Hawaí ásamt eiginmanni sínum, John Michael Ryan, og tveimur sonum, þeim William Patrick og Þórarinn Edward. Forsetahjónin mættu þar til jólamáltíðar til heiðurs hermönnum, en eiginmaður Önnu Soffíu er einmitt hermaður. „Obama gekk á milli borða og spjallaði við menn. Á næsta borði við okkur var hermaður sem tók ekki eftir honum svo hann sagði við hann „fyrirgefðu, mér þykir leitt að vera að trufla þig," og þá spratt hermaðurinn upp þegar hann sá hver þetta var," segir Anna og lýsir Obama sem alþýðlegum og skemmtilegum manni.

„Hann var líka að stríða öðrum hermanni á því að það skaðaði nú ekki að borða aðeins meira grænmeti með jólamatnum. Svo þegar hann kom og talaði við okkur missti yngri sonur okkar lit á gólfið og Obama beygði sig niður og rétti honum aftur. Það hefðu ekki allir gert það."

Michelle forvitin um jólasveinana 13

Fyrir Önnu Soffíu er nýjabrumið reyndar alveg farið af Obama því þetta er í annað skipti sem hún borðar jólamáltíð með honum á Hawaí. „Við reynum að halda í báðar hefðir, íslensku og amerísku, og höfum jólamatinn á aðfangadagskvöld en förum eftir hádegi á jóladag og borðum með hernum og Obama kom þangað líka í fyrra." Á annan í jólum fór fjölskyldan saman að spila mínigolf og deildu þá vellinum með Obama fjölskyldunni, og fjölda lífvarða.  

Hún segir forsetafrúna vera yndislega konu eins og orð fer af henni og hún hafi spjallað við strákana hennar um hvað þeir hafi fengið frá jólasveininum. „Ég sagði henni að við værum frá Íslandi og þar væru 13 jólasveinar svo þetta væri svolítið flókið fyrir þá og henni fannst það  merkilegt."

Þeir Þórarinn og William voru örlítið feimnir við forsetahjónin en gerðu sér þó ekki grein fyrir hver þau væru. „Við vorum að reyna að útskýra fyrir þeim að þetta væri svolítið merkilegur maður sem væri oft í sjónvarpinu," segir Anna Soffía. Hún lætur vel af jólunum á Hawaí og segir heimamenn stolta af því að forsetinn kjósi að heimsækja æskuslóðirnar um jólin. Honum fylgi þó mikil öryggisgæsla auk þess sem óvenjumargir taki með sér myndavélar á ströndina þessa dagana, sennilega í von um að sjá til forsetans.

Á Hawaí er nú um 25 stiga hiti og þótt fjölskylda Önnu Soffíu líki lífið þar vel er greinilegt að íslenskur uppruni segir til sín hjá sonunum tveimur um jólin. „Í gær vildi strákurinn okkar endilega búa til snjókarl því það væru jól. Við urðum að gera eitthvað fyrir hann svo við fórum niður á strönd og bjuggum til snjókarl úr sandi!"

Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og ...
Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og Þórarinn son hennar, en Obama hjónin voru afar hrifin af sparifötunum hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...