Íslendingar halda jól með Obama

Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á ...
Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á jóladag
 „Þau voru virkilega yndisleg og með góðan húmor," segir Anna Soffía Ryan sem ásamt fjölskyldu sinni borðaði hádegismat með Barack og Michelle Obama á jóladag. „Þórarinn yngri sonur okkar var í jakkafötum með vasaklút og Obama var rosalega hrifinn af honum, hrósaði fötunum hans og sýndi Michelle hvað hann væri flottur."

Anna Soffía er búsett á Kailua á Hawaí ásamt eiginmanni sínum, John Michael Ryan, og tveimur sonum, þeim William Patrick og Þórarinn Edward. Forsetahjónin mættu þar til jólamáltíðar til heiðurs hermönnum, en eiginmaður Önnu Soffíu er einmitt hermaður. „Obama gekk á milli borða og spjallaði við menn. Á næsta borði við okkur var hermaður sem tók ekki eftir honum svo hann sagði við hann „fyrirgefðu, mér þykir leitt að vera að trufla þig," og þá spratt hermaðurinn upp þegar hann sá hver þetta var," segir Anna og lýsir Obama sem alþýðlegum og skemmtilegum manni.

„Hann var líka að stríða öðrum hermanni á því að það skaðaði nú ekki að borða aðeins meira grænmeti með jólamatnum. Svo þegar hann kom og talaði við okkur missti yngri sonur okkar lit á gólfið og Obama beygði sig niður og rétti honum aftur. Það hefðu ekki allir gert það."

Michelle forvitin um jólasveinana 13

Fyrir Önnu Soffíu er nýjabrumið reyndar alveg farið af Obama því þetta er í annað skipti sem hún borðar jólamáltíð með honum á Hawaí. „Við reynum að halda í báðar hefðir, íslensku og amerísku, og höfum jólamatinn á aðfangadagskvöld en förum eftir hádegi á jóladag og borðum með hernum og Obama kom þangað líka í fyrra." Á annan í jólum fór fjölskyldan saman að spila mínigolf og deildu þá vellinum með Obama fjölskyldunni, og fjölda lífvarða.  

Hún segir forsetafrúna vera yndislega konu eins og orð fer af henni og hún hafi spjallað við strákana hennar um hvað þeir hafi fengið frá jólasveininum. „Ég sagði henni að við værum frá Íslandi og þar væru 13 jólasveinar svo þetta væri svolítið flókið fyrir þá og henni fannst það  merkilegt."

Þeir Þórarinn og William voru örlítið feimnir við forsetahjónin en gerðu sér þó ekki grein fyrir hver þau væru. „Við vorum að reyna að útskýra fyrir þeim að þetta væri svolítið merkilegur maður sem væri oft í sjónvarpinu," segir Anna Soffía. Hún lætur vel af jólunum á Hawaí og segir heimamenn stolta af því að forsetinn kjósi að heimsækja æskuslóðirnar um jólin. Honum fylgi þó mikil öryggisgæsla auk þess sem óvenjumargir taki með sér myndavélar á ströndina þessa dagana, sennilega í von um að sjá til forsetans.

Á Hawaí er nú um 25 stiga hiti og þótt fjölskylda Önnu Soffíu líki lífið þar vel er greinilegt að íslenskur uppruni segir til sín hjá sonunum tveimur um jólin. „Í gær vildi strákurinn okkar endilega búa til snjókarl því það væru jól. Við urðum að gera eitthvað fyrir hann svo við fórum niður á strönd og bjuggum til snjókarl úr sandi!"

Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og ...
Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og Þórarinn son hennar, en Obama hjónin voru afar hrifin af sparifötunum hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Óska eftir tilboði -7 sæta Peugeot 807
Til sölu ágætur Peugot 807 2,0 7 sæta, sjsk strumpari. Hann er skoðaður 2018, ...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...