Alþingi samþykkti Icesave

Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi í kvöld.
Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var samþykkt í tilfinningaþrunginni atkvæðagreiðslu á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld með 33 atkvæðum gegn 30. Atkvæðagreiðslan tók 3 klukkustundir.

Tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, þau Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir stjórnarþingmenn studdu það og einnig Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 

Alls gerðu 44 þingmenn grein fyrir atkvæði sínu og voru margir harðorðir en atkvæðagreiðslan tók alls tæpar þrjár klukkustundir. Sýnishorn af ummælum þeirra fara hér á eftir:

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist trúa því, að sagan muni sýna að þingmenn væru að gera rétt með því að samþykkja frumvarpið. „Að endurreisn Íslands, sjálfstætt og velmegandi í samfélagi þjóðanna muni verði sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt að mörkum að svo verði meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkuð gagn."

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að landsmenn væru nú að upplifa Kópavogsfundinn árið 1662 og Þjóðfundinn 1851 og menn hlytu nú að skilja betur vanlíðan landsmanna á þeim ólánsstundum. Skelfilegt væri að sjá ríkisstjórnina leiða Ísland fram sem nýlendu Breta og Hollendinga.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vísa allri ábyrgð á hina ömurlegu Icesave-kommúnistastjórn.  

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagðist þakka samninganefnd Íslands fyrir að ná fram þessum góðu samningum í ömurlegu máli, sem ríkisstjórnin hefði fengið í arf frá fyrri ríkisstjórn. 

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist ekki geta séð hvernig Íslendingar ættu að geta staðið undir þeim skuldbindingum, sem þeir hefðu þegar undirgengist, og því væri vonlaust að þeir geti bætt þeim skuldbindingum við, sem felast í Icesave.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að erfitt, flókið og risastórt mál væri nú leitt til lykta og að baki væri vönduð umfjöllun. Sagðist Guðbjartur velja skásta kostinn í stöðunni og samþykkja frumvarpið,  vitandi að íslenska þjóðin hefði alla burði til að standa undir þessum skuldbindingum og geti horft björtum augum til nýs árs.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að menn sætu uppi með verstu samningsmistök Íslandssögunnar og það ekki einu sinni heldur tvisvar.  

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, sagði frelsarinn hefði þurft að bera syndir mannanna. Eins þyrftu heiðarlegir Íslendingar  að axla skuldbindingar útrásarvíkinganna og pólitískra meðreiðarsveina þeirra með því að taka pólitíska ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans og drekka þennan kaleik þótt beiskur sé.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að ríkisstjórnin væri vanhæf og það væru þingmenn hennar, sem þyrftu að bera þann kross sem Icesave-skuldbindingarnar væru.

Illugi Gunnarsson sagði að þingmönnum væri ekki heimilt að láta beygja þjóðina með þessum hætti undir erlend ríki og það væri hörmulegt að þingmenn skyldu ekki hafa náð samstöðu um það. 

Magnús Orri Scram, Samfylkingunni, sagði að brennuvargarnir ættu ekki að flækjast fyrir slökkvistarfi. Icesave-skuldbindingin núvirt væri um 200 milljarðar eða 10-20% af heildarskuldum ríkisins. Skuldin vegna slæmrar stjórnar Seðlabankans síðustu mánuði fyrir hrun væri 270 milljarðar og Íslendingar væru þegar byrjaðir að greiða af henni.

Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, sagði að sér hugnaðist ekki að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið. Íslendingar geti ekki tekið þessar byrðar á sig án þess öryggisbúnaðar, sem þingið smíðaði í sumar. 

Pétur Blöndal sagði nei, nei, nei og það gerði einnig Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún og fleiri stjórnarandstæðingar sögðu, að greinilegt samhengi væri á milli þessa máls og umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að mistekist hefði að afgreiða þetta mál þannig að sómi væri að. Það væri hins vegar upphafið að nýrri byrjun með því að samþykkja frumvarpið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist hafa verið afar ósáttur með það hvernig fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hélt á Icesave-málinu en það hefði samt verið mun mynduglegra en núverandi ríkisstjórn hafi gert. 

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að verið væri að greiða atkvæði um breytingartillögur Breta og Hollendinga við lög sem Alþingi setti í sumar. 

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagðist samþykkja nauðungarsamning fullur trega en minnti jafnframt á að sú lagalega skuldbinding, sem fylgi nauðungarsamningum, sé einskis virði.

Ögmundur Jónasson, VG, sagði að í kvöld hefði verið brugðið spegli yfir þingið og í honum sæist ekki aðeins þinghaldið nú heldur einnig á undangengnum þingum. Þar væri ýmislegt kunnuglegt en með öfugum formerkjum og menn þyrftu að læra af mistökum sínum. 

Arndís Soffía Sigurðardóttir, VG, sagði að Alþingi hefði þverpólitískt fallið á prófinu í Icesave-málinu en hún væri samt sannfærð um að niðurstaðan nú væri skásti kosturinn í stöðunni. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni, sagði að  stjórnarandstæðingar væru í djúpri afneitun vegna þess að þeir hefðu notað 180 stundir til að berja höfðinu við steininn og vildu ekki horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Sagðist Sigríður vonast til þess að þingmenn fylki nú liði með þeim sem trúi á bjarta framtíð íslensku þjóðarinnar.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist ósátt við niðurstöðuna í Icesave-málinu. Umræðurnar hefðu verið harkalegar og mörg þung orð fallið á báða bóga. Sagði hún að sér líkaði heldur illa við þær sakbendingar sem oft á tíðum hafi fallið í umræðunni. Bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar hefðu reynt að gera sitt besta og menn ættu því að halda reisn sinni og ró virða hver annan þótt tímar væru erfiðir.

Tryggvi Þór Herbertsson og Lilja Mósesdóttir greiddu bæði atkvæði gegn ...
Tryggvi Þór Herbertsson og Lilja Mósesdóttir greiddu bæði atkvæði gegn frumvarpinu. mbl.is/Ómar
Ólína Þorvarðardóttir studdi frumvarpið en Ögmundur Jónasson var andvígur því.
Ólína Þorvarðardóttir studdi frumvarpið en Ögmundur Jónasson var andvígur því. mbl.is/Ómar
Þingmenn á Alþingi í kvöld.
Þingmenn á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...