Steingrímur segist trúa Össuri

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist á Alþingi í kvöld trúa þeirri fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, um að hann hefði ekki séð kynningu á stöðu Icesave-samninganna, sem lögfræðistofan Mishcon de Reya segist hafa undirbúið fyrir Össur í mars.

Í bréfi lögmannsstofunnar til fjárlaganefndar Alþingis í dag segir, að stofan hafi tekið saman kynningu fyrir Össur í mars og sem hann hafi fengið afhenta í Lundúnum 31. mars. Í þeirri kynningu hafi að ósk Svavars Gestssonar, formanns íslensku samninganefndarinnar, ekki verið upplýsingar um það mat lögmannsstofunnar, að málshöfðun Íslands gegn breska fjármálaeftirlitinu vegna aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum haustið 2008, kynni að styrkja stöðu Íslands í Icesave-viðræðunum.

Össur fullyrti á Alþingi í kvöld, að hann hefði ekki séð þau gögn, sem Mishcon de Reya sendi fjárlaganefnd Alþingis í dag, fyrr en í kvöld, þar á meðal þá kynningu sem sögð var ætluð Össuri. 

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Steingrím á Alþingi í kvöld hvort lögfræðistofan eða utanríkisráðherra hefðu rétt fyrir sér. Steingrímur sagðist trúa orðum Össurar og teldi sig hafa vissu fyrir því að það sem hann sagði væri rétt. Meðal annars vegna þess að það útskýrði hvers vegna Össur kannaðist ekki við það plagg, sem hann hefði átt að sjá, hefði kynningin fari fram.

„Það benda mjög sterkar líkur til þess, að lögfræðistofuna misminni hressilega þegar hún fullyrðir að hún hafi kynnt utanríkisráðherra þetta með „glærusjói" sem utanríkisráðherra hafði aldrei séð og vissi ekki að væri til," sagði Steingrímur.

Hann sagði einnig ljóst af gögnum málsins, að kynning var fyrirhuguð því lögmannsstofan var að undirbúa hana. Sú kynning hafi hins vegar ekki farið fram og það skýri hvers vegna göngin fundust ekki í skjalasafni utanríkisráðuneytisins þegar að þeim var leitað.

Steingrímur lýsti einnig efasemdum um það sem kemur fram í bréfi lögfræðistofunnar að Svavar hafi viljað halda tilteknum gögnum leyndum fyrir Össuri, yfirmanni sínum.

„Að þrautreyndur embættismaður og sendiherra, sem væntanlega kann þá grundvallarreglu að ráðherra eigi að sjá allt sem skiptir máli, hafi farið að óska eftir slíku. Ég á afar erfitt með að trúa því," sagði Steingrímur en sagðist engin gögn hafa í höndum um þetta. 

mbl.is

Innlent »

Stærri en BF og Viðreisn

11:48 Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent. Meira »

„Jafnar sig enginn á svona strax“

11:30 „Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni. Meira »

Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

11:15 Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar. Meira »

Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

10:56 Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. Meira »

Ljósleiðararúlla féll á manninn

10:55 Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...