Svavar neitaði að mæta á fundinn

Embættismenn bíða eftir að ganga á fund fjárlaganefndar í morgun.
Embættismenn bíða eftir að ganga á fund fjárlaganefndar í morgun. mbl.is/Kristinn

 Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, neitaði að koma fyrir fjárlaganefnd, en minnihluti nefndarinnar óskaði eftir því að hann kæmi fyrir nefndina. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þetta hafi komið fram á nefndarfundi í morgun.

Kristján Þór sagði þegar hlé var gert á fundi fjárlaganefndar í morgun að Svavar hefði sent yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem kæmi fram að hann væri ekki sammála frásögn bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya á því sem gerðist skömmu áður en drög að Icesave-samningunum voru kynnt fyrir utanríkisráðherra sl. vor.

Kristján Þór  sagði að Svavar svaraði í engu þeim atriðum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu spyrja um. Raunar hefðu þingmennirnir ekki fengið tækifæri til að leggja neinar spurningar fyrir Svavar.

Bréf Svavars er stutt. Þar segir: „Í bréfi lögmannsstofunnar Mishcon de Reya er fullyrt að ég hafi lagt svo fyrir sem formaður samninganefndarinnar að ekki mætti sýna utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni hluta af kynningu lögmannsstofunnar í Icesave málinu þar sem málið væri of viðkvæmt. Einhverjir hafa kosið að skilja þetta svo að ég hafi ekki treyst utanríkisráðherra. Ekkert er fjarri sannleikanum og bið ég fjárlaganefnd í allri vinsemd að hugleiða hvaða markmiðum ég hefði náð með því að leyna mikilvægum gögnum fyrir utanríkisráðherra. Ég kannast sem sé ekkert við þá lýsingu á málinu sem fram kemur í bréfi Mishcon de Reya 29.12. 2009. Hins vegar lagði lögmannsstofan sjálf mikla áherslu á að málið væri viðkvæmt.“

Samkvæmt upplýsingum mbl.is vill minnihlutinn í fjárlaganefnd einnig fá upplýsingar frá Mishcon de Reya um tölvusamskipti lögmannsstofunnar við íslensku samninganefndina og fjármálaráðuneytið fyrr á þessu ári. Á það hefur stjórnarmeirihlutinn í nefndinni ekki fallist.

Tveir af þeim sem sátu í samninganefnd Íslands, sem sömdu við Breta og Hollendinga um Icesave-samninginn, komu fyrir fjárlaganefnd í morgun. Þetta eru Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, yfirmaður Tryggingasjóðs fjárfesta og innstæðueiganda og Páll Þórhallsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu voru kölluð fyrir fund fjárlaganefndar í morgun. Áslaug og Páll sátu í nefndinni sem samdi við Breta og Hollendinga um Icesave.

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að Áslaug og Páll hefðu ekki getað varpað ljósi á atburðarrásina sem um er deilt. Ólöf sagði ljóst að einungis Svavar sjálfur gæti skýrt málið með því að svara spurningum nefndarmanna.

mbl.is

Innlent »

Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar

14:17 Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að lofts­lags­sag­an væri saga skrykkj­ótt­ar kóln­un­ar með hlýj­um köfl­um inn á milli. Síðustu 200 ár hefði verið skrykkj­ótt hlýn­un með köld­um köfl­um hér á landi. Meira »

Lögreglan leita að hvítum fólksbíl

14:11 Lögreglan á Suðurnesjum er að leita að hvítum Volkswagen golf með skráningarnúmerinu ZG K81 sem stolið var frá bifreiðastæðinu við Bláa lónið. Lögreglan óskar vinsamlegast eftir að því að þeir sem hafi upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin hafi samband í síma 444-2200. Meira »

Á að leiða til betri meðferðar

14:01 Notkun geislunar í læknisfræðilegum tilgangi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ekki er hins vegar ástæða til þess að óttast þá þróun, þar sem notkun hennar skili sér langoftast í betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Meira »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Göngugötur í miðborginni á Airwaves

13:11 Nokkrum götum miðborgar Reykjavíkur verður breytt í göngugötur meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1. til 5. nóvember. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Kynnti sviðsmynd um minnkandi losun

13:10 Áætla má að Ísland þurfi að minnka árlegan útblástur gróðurhúsalofttegunda um allt að milljón tonn koldíoxíðs fyrir 2030. Hægt væri að ná um helmingi þessa samdráttar með aðgerðum í samgöngum. Meira »

Krefjast ekki lögbanns á Guardian

12:54 „Lögmenn eru búnir að hafa samband við Guardian. Guardian er búið að svara og við erum sáttir við þau svör,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Brutu gegn persónuverndarlögum

13:03 Persónuvernd hefur úrskurðað að Creditinfo hafi verið óheimilt að notast við upplýsingar um uppflettingar á vanskilaskrá við gerð skýrslu um lánshæfi einstaklinga. Fyrirtækinu var á hinn bóginn heimilt að nýta upplýsingar úr skattskrá og upplýsingar um að kvartandi hafi verið á vanskilaskrá. Meira »

Losun verður að líkindum yfir heimildum

12:32 Umhverfisstofnun hefur skilað til umhverfisráðuneytisins greiningu á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar. Stofnunin telur líklegt að Ísland verði ekki innan heimilda á tímabilinu og þurfi að kaupa heimildir til þess að standa við skuldbindingar sínar, sem nemi um 3,6 milljónum tonna af koldíoxíðígildum fyrir tímabilið í heild. Meira »

Óánægðari með ferðina til Íslands

12:03 Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

11:59 Íslenskir dómstólar hafa stundum vanrækt að taka afstöðu til þess hvort þau málefni sem fjölmiðlar fjalla um eiga erindi við almenning eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi. Meira »

Felldar niður vegna flóðastöðu

10:59 Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.  Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

10:50 „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

„Eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...