Svavar neitaði að mæta á fundinn

Embættismenn bíða eftir að ganga á fund fjárlaganefndar í morgun.
Embættismenn bíða eftir að ganga á fund fjárlaganefndar í morgun. mbl.is/Kristinn

 Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, neitaði að koma fyrir fjárlaganefnd, en minnihluti nefndarinnar óskaði eftir því að hann kæmi fyrir nefndina. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þetta hafi komið fram á nefndarfundi í morgun.

Kristján Þór sagði þegar hlé var gert á fundi fjárlaganefndar í morgun að Svavar hefði sent yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem kæmi fram að hann væri ekki sammála frásögn bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya á því sem gerðist skömmu áður en drög að Icesave-samningunum voru kynnt fyrir utanríkisráðherra sl. vor.

Kristján Þór  sagði að Svavar svaraði í engu þeim atriðum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu spyrja um. Raunar hefðu þingmennirnir ekki fengið tækifæri til að leggja neinar spurningar fyrir Svavar.

Bréf Svavars er stutt. Þar segir: „Í bréfi lögmannsstofunnar Mishcon de Reya er fullyrt að ég hafi lagt svo fyrir sem formaður samninganefndarinnar að ekki mætti sýna utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni hluta af kynningu lögmannsstofunnar í Icesave málinu þar sem málið væri of viðkvæmt. Einhverjir hafa kosið að skilja þetta svo að ég hafi ekki treyst utanríkisráðherra. Ekkert er fjarri sannleikanum og bið ég fjárlaganefnd í allri vinsemd að hugleiða hvaða markmiðum ég hefði náð með því að leyna mikilvægum gögnum fyrir utanríkisráðherra. Ég kannast sem sé ekkert við þá lýsingu á málinu sem fram kemur í bréfi Mishcon de Reya 29.12. 2009. Hins vegar lagði lögmannsstofan sjálf mikla áherslu á að málið væri viðkvæmt.“

Samkvæmt upplýsingum mbl.is vill minnihlutinn í fjárlaganefnd einnig fá upplýsingar frá Mishcon de Reya um tölvusamskipti lögmannsstofunnar við íslensku samninganefndina og fjármálaráðuneytið fyrr á þessu ári. Á það hefur stjórnarmeirihlutinn í nefndinni ekki fallist.

Tveir af þeim sem sátu í samninganefnd Íslands, sem sömdu við Breta og Hollendinga um Icesave-samninginn, komu fyrir fjárlaganefnd í morgun. Þetta eru Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, yfirmaður Tryggingasjóðs fjárfesta og innstæðueiganda og Páll Þórhallsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu voru kölluð fyrir fund fjárlaganefndar í morgun. Áslaug og Páll sátu í nefndinni sem samdi við Breta og Hollendinga um Icesave.

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að Áslaug og Páll hefðu ekki getað varpað ljósi á atburðarrásina sem um er deilt. Ólöf sagði ljóst að einungis Svavar sjálfur gæti skýrt málið með því að svara spurningum nefndarmanna.

mbl.is

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...