Gerir ekki athugasemd

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gærkvöldi.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að viðbrögð forseta Íslands, um að taka sér umhugsunartíma vegna Icesave-laganna, hefðu ekki komið á óvart í ljósi þess að stutt er síðan lögin voru samþykkt og forsetinn hafði gefið InDefence hópnum loforð um að taka við undirskriftum áður en ákvörðun yrði tekin.

„Ég geri ekki athugasemd við þetta," sagði Jóhanna í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2 í dag. 

Við Ríkisútvarpið sagði Jóhanna, að hún hefði fulla trú á að forsetinn staðfesti Icesave-lögin. 

Á ríkisráðsfundi í dag bar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fram tillögu um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti með undirskrift Icesave-lögin, sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöldi. 

Ólafur Ragnar tilkynnti ríkisstjórninni þá að ekki væri enn liðinn heill sólarhringur frá samþykkt laganna og þar að auki hygðist hann efna loforð um að funda með InDefence hópnum áður en niðurstaða yrði kynnt. Sá fundur yrði 2. janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert