Fréttaskýring: Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar.
Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar. Ómar Óskarsson

Lesa má úr ummælum þingmanna við atkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á Icesave að þingmeirihluti sé fyrir því að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur vakti máls á þessu í fréttum á gamlársdag.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram breytingartillögu við atkvæðagreiðsluna um Icesave 30.desember þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin um ríkisábyrgðina samningsinn eins og hann liggur fyrir. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 30.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag að óvíst væri hvort þingmeirihluti væri fyrir því að málið færi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, miðað við hvernig margir þingmenn útskýrðu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. „Í þessi tilfelli er þingviljinn alls ekki skýr. Hins vegar eru ýmsar vísbendingar um að þjóðarviljinn sé fyrir þjóðaratkvæði, þannig að það er alls ekki sjálfgefið að hann [innsk: forseti Íslands] staðfesti þessi lög án þess að setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag. Nú hafa yfir 54.000 undirskriftir safnast á vefsíðu InDefence, sem berst fyrir því að forseti synji Icesave-ríkisábyrgðinni staðfestingar og sendi í þjóðaratkvæði. Forsetinn mun veita undirskriftalistanum móttöku á Bessastöðum á morgun, laugardaginn 2.janúar.

Lesa má úr orðum tveggja þingmanna VG, þeim Lilju Mósesdóttur og Ögmundar Jónassonar, að þau telji fýsilegt að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar greiddu þau atkvæði gegn breytingartillögunni, ásamt því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu sjálfu. Lilja Mósesdóttir greiddi atkvæði gegn öllum breytingartillögum, og þegar hún greiddi atkvæði gegn frávísunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins gerði hún grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt:

„Frú forseti. Ég er andvíg því að þessu máli verði vísað frá. Ég er þeirrar skoðunar að löggjafinn, Alþingi, eigi að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins, áður en ákvörðun er tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi samningur er einhliða og leggur þungar byrðar á afar skuldsetta þjóð. Ég mun því hafna ríkisábyrgðinni. Ég mun jafnframt greiða atkvæði gegn öllum breytingartillögum því þær tryggja ekki endanlegar lyktir málsins. Það er þingsins að taka afstöðu til þess sem að þinginu snýr. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að forseti Íslands hljóti að taka alvarlega undirskriftir 36.000 Íslendinga sem þegar hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.“

Ögmundur Jónasson gerði grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt þegar hann greiddi atkvæði gegn breytingartillögu Péturs H. Blöndal um þjóðaratkvæðagreiðslu:

„Ég virði sjónarmið þeirra sem styðja þessa tillögu. Ég mun ekki greiða henni atkvæði mitt fremur en þeim breytingartillögum öðrum sem fram eru komnar frá stjórnarandstöðunni. Ég mun heldur ekki styðja frumvarpið. Verkefni okkar nú hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins. Síðan hlýtur það að vera hlutverk forseta Íslands að horfa til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Þar eru að safnast tugþúsundir undirskrifta og ég styð það að mál sem að brenna á þjóðinni, sem að stór hluti þjóðarinnar vill að gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu, geri það. En verkefni okkar hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins sjálfs.”

Ef Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir hefðu greitt breytingartillögu Péturs H. Blöndal atkvæði sitt er ljóst að tillagan hefði verið samþykkt. Tveir aðrir þingmenn VG, þau Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddu atkvæði með breytingartillögu Péturs H. Blöndal. Þau greiddu hins vegar atkvæði með Icesave-frumvarpinu sjálfu.

     
mbl.is

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...