Fréttaskýring: Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar.
Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar. Ómar Óskarsson

Lesa má úr ummælum þingmanna við atkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á Icesave að þingmeirihluti sé fyrir því að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur vakti máls á þessu í fréttum á gamlársdag.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram breytingartillögu við atkvæðagreiðsluna um Icesave 30.desember þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin um ríkisábyrgðina samningsinn eins og hann liggur fyrir. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 30.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag að óvíst væri hvort þingmeirihluti væri fyrir því að málið færi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, miðað við hvernig margir þingmenn útskýrðu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. „Í þessi tilfelli er þingviljinn alls ekki skýr. Hins vegar eru ýmsar vísbendingar um að þjóðarviljinn sé fyrir þjóðaratkvæði, þannig að það er alls ekki sjálfgefið að hann [innsk: forseti Íslands] staðfesti þessi lög án þess að setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag. Nú hafa yfir 54.000 undirskriftir safnast á vefsíðu InDefence, sem berst fyrir því að forseti synji Icesave-ríkisábyrgðinni staðfestingar og sendi í þjóðaratkvæði. Forsetinn mun veita undirskriftalistanum móttöku á Bessastöðum á morgun, laugardaginn 2.janúar.

Lesa má úr orðum tveggja þingmanna VG, þeim Lilju Mósesdóttur og Ögmundar Jónassonar, að þau telji fýsilegt að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar greiddu þau atkvæði gegn breytingartillögunni, ásamt því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu sjálfu. Lilja Mósesdóttir greiddi atkvæði gegn öllum breytingartillögum, og þegar hún greiddi atkvæði gegn frávísunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins gerði hún grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt:

„Frú forseti. Ég er andvíg því að þessu máli verði vísað frá. Ég er þeirrar skoðunar að löggjafinn, Alþingi, eigi að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins, áður en ákvörðun er tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi samningur er einhliða og leggur þungar byrðar á afar skuldsetta þjóð. Ég mun því hafna ríkisábyrgðinni. Ég mun jafnframt greiða atkvæði gegn öllum breytingartillögum því þær tryggja ekki endanlegar lyktir málsins. Það er þingsins að taka afstöðu til þess sem að þinginu snýr. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að forseti Íslands hljóti að taka alvarlega undirskriftir 36.000 Íslendinga sem þegar hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.“

Ögmundur Jónasson gerði grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt þegar hann greiddi atkvæði gegn breytingartillögu Péturs H. Blöndal um þjóðaratkvæðagreiðslu:

„Ég virði sjónarmið þeirra sem styðja þessa tillögu. Ég mun ekki greiða henni atkvæði mitt fremur en þeim breytingartillögum öðrum sem fram eru komnar frá stjórnarandstöðunni. Ég mun heldur ekki styðja frumvarpið. Verkefni okkar nú hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins. Síðan hlýtur það að vera hlutverk forseta Íslands að horfa til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Þar eru að safnast tugþúsundir undirskrifta og ég styð það að mál sem að brenna á þjóðinni, sem að stór hluti þjóðarinnar vill að gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu, geri það. En verkefni okkar hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins sjálfs.”

Ef Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir hefðu greitt breytingartillögu Péturs H. Blöndal atkvæði sitt er ljóst að tillagan hefði verið samþykkt. Tveir aðrir þingmenn VG, þau Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddu atkvæði með breytingartillögu Péturs H. Blöndal. Þau greiddu hins vegar atkvæði með Icesave-frumvarpinu sjálfu.

     
mbl.is

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...