Vilji þjóðarinnar hornsteinn lýðveldisins

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í gær
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í gær mbl.is/Ómar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að vilji þjóðarinnar sé hornsteinninn sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. Forsetanum sé falið að tryggja þann rétt þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana.

„Stjórnarskráin hefur í heild sinni dugað vel en engu að síður er brýnt að færa margt til betri vegar, hrinda í framkvæmd umbótum á ýmsum sviðum, koma í veg fyrir að geðþótti valdhafa nái í framtíðinni að veikja stofnanir sem ætlað er að hafa eftirlit og tryggja réttlæti."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert