Kannast ekki við fjöldapóst

InDefence hópurinn á tröppum Bessastaða.
InDefence hópurinn á tröppum Bessastaða. Ómar Óskarsson

Indefence hópurinn hefur ekki sent alþingismönnum sem greiddu ríkisábyrgð á Icesave atkvæði fjöldapóst um að kjósa þá ekki, að sögn Eiríks S. Svavarssonar, talsmanns InDefence. Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður fullyrðir í bloggi að hópurinn hafi staðið fyrir slíkum tölvupóstsendingum til þingmanna.

Ólína segir að texti fjöldasendinganna, sem hún segir að séu frá Indefence hópnum, sé staðlaður: „Ég kýs þig ekki, þú kaust með Icesave.“ Þá hafi sumir kosið að hnýta við „andstyggilegum svívirðingum um landráð, föðurlandssvik og fleira ófagurt  í líkingu við munnsöfnuð nokkurra stjórnarandstæðinga í þinginu undanfarna mánuði.“

Eiríkur segir að InDefence hópurinn sé afar ósáttur við bloggfærslu Ólínu. „Þarna fer stjórnarþingmaður með helber ósannindi,“ sagði Eiríkur. „Okkur tekur þetta mjög sárt og finnst þetta fyrir neðan beltisstað. Við höfum kannað þetta í öllum okkar hópi, sem ekki er mannmargur. Það kannast enginn við að hafa sent neinum stjórnarþingmanni tölvupóst undanfarnar vikur.“

Eiríkur sagði að sér þætti alvarlegt að stjórnarþingmaður skuli nota þann öfluga miðil sem netið er til að fara með ósannindi um athafnir InDefence hópsins.  „Við hvetjum stjórnarþingmenn til að kynna sér málið á vefsíðunni indefence.is. Þar er mjög mikið af gögnum.“

Eiríkur nefndi að fleiri stjórnarþingmenn hafi viðhaft röng ummæli um InDefence hópinn. T.d. sé það alrangt, sem Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar fullyrti í fréttum, að InDefence hafi sagt að ekki eigi að borga Icesave.

Eiríkur sagði ekki útilokað að einhver eða einhverjir óprúttnir hafi sent alþingismönnum tölvupósta með hótunum í nafni InDefence. Hafi slík bréf borist þingmönnum þá sé undirskrift InDefence hópsins fölsuð.

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Eiríkur Svavarsson afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hluta undirskrifta ...
Eiríkur Svavarsson afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hluta undirskrifta InDefence. Ómar Óskarsson
Margir komu til Bessastaða þegar undirskriftir InDefence voru afhentar í ...
Margir komu til Bessastaða þegar undirskriftir InDefence voru afhentar í gær. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Ferðaþjónusta á tímamótum

08:38 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að vísbendingar séu um „möguleg vatnaskil í ferðaþjónustu“.  Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...