Jaðrar við stjórnarskrárbrot

Eiríkur Tómasson.
Eiríkur Tómasson.

Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að ef ákvörðun forseta Íslands um Icesave-lögin tefst lengur þá fari það að jaðra við stjórnarskrárbrot.

Ekki er kveðið á um það í stjórnarskrá Íslands hve langan frest forseti hefur til að staðfesta lög. En Eiríkur sagðist  telja, út frá texta stjórnarskrárinnar og þeim venjum sem hér hafi myndast, að forsetinn hafi einungis örfáa daga til að gera upp hug sinn og óeðlilegt sé að það dragist lengur en til dagsins í dag.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði það til á ríkisráðsfundi á föstudag að forsetinn staðfesti lögin, sem samþykkt voru á Alþingi kvöldið áður. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, lýsti því yfir að hann myndi taka sér frest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert