Raforkudreifing hækkar í verði

Fuglar hvíla sig á rafmagnslínum.
Fuglar hvíla sig á rafmagnslínum.

Verðskrá RARIK fyrir dreifingu á raforku hækkaði um 10% að jafnaði um áramótin en þá hækkaði virðisaukaskattur á almenna raforkunotkun úr 24,5% í 25,5%. RARIK segir hækkunin fyrst og fremst tilkomna vegna verðlagshækkana, hækkana á aðföngum og gengisþróunar.

Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins, að þrátt fyrir þessa hækkun verðskrár fullnýti RARIK sér ekki þær tekjuheimildir sem fyrirtækið hafi samkvæmt lögum. Hjá þeim viðskiptavinum sem njóta niðurgreiðslna úr ríkissjóði verði hækkunin meiri, þar sem niðurgreiðslur, sem ákvarðaðar eru í fjárlögum, hafi ekki verið auknar undanfarin ár.

Þannig muni reikningur fyrir dreifingu raforku til heimila á hitaveitusvæðum í þéttbýli sem nota 4000 kWst á ári hækka um 11% eða um 350 krónur á mánuði. Dreifingarkostnaður til heimila í dreifbýli sem  eru með niðurgreidda rafhitun og nota 40.000 kWst á ári hækkar um 2.350 krónur á mánuði, eða 21%.

Heimasíða Rarik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert